Leiðtogar NATO-ríkjanna mætast á morgun Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. júlí 2018 08:00 Frá síðasta leiðtogafundi. Donald Trump í fremstu röð og Bjarni Benediktsson í miðröðinni. Vísir/Getty Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í Brussel, höfuðborg Belgíu, á morgun. Mætast þar leiðtogar aðildarríkjanna 29 auk framkvæmdastjórans Jens Stoltenberg og forseta Finnlands, Úkraínu og Georgíu. Bandarískir miðlar hafa mikið fjallað um fundinn og sett hann í samhengi við G7-fundinn í síðasta mánuði þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak fleyg á milli ríkis síns og hefðbundinna bandamanna vegna tollamála. Neitaði forsetinn til að mynda að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu vegna óánægju með kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Sjálfur hefur Trump einblínt á framlög aðildarríkja til varnarmála. Sendi hann meðal annars aðildarríkjum bréf þar sem hann minnti á samþykkt frá árinu 2014 um að framlög hvers ríkis til varnarmála skyldu verða að lágmarki tvö prósent af landsframleiðslu árið 2024. Bandaríkin gætu ekki lengur borið byrðar annarra aðildarríkja.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO „Ég ætla að segja NATO að ríkin verði að fara að borga reikningana sína. Bandaríkin geta ekki alltaf reddað öllu. Við höfum verið að borga fyrir allt eins og kjánar,“ sagði Trump við æsta stuðningsmenn á fjöldafundi í Montana á dögunum. Washington Post sagði frá því á sunnudag að heimildarmenn miðilsins úr sendinefndum aðildarríkja annarra en Bandaríkjanna hefðu áhyggjur af því að Atlantshafsbandalagið gæti borið mikinn skaða af því ef Bandaríkin drægju úr stuðningi við verkefni bandalagsins, jafnvel hreinlega liðast í sundur. „Áhrifamesta aðildarríkið er ekki bara ósammála okkur heldur virðist forseti þess hreinlega tilbúinn til þess að ganga frá borðinu,“ sagði Tomas Valasek, fyrrverandi sendiherra Slóvakíu hjá NATO, við miðilinn. Ónafngreindur erindreki innan NATO sagði hættu á því að Trump legði starf bandalagsins í hættu og ónafngreindur evrópskur erindreki tók undir þau orð. Guðlaugur Þór Þórðarson tekur hér í öxl bandaríska starfsbróður síns, James Mattis, á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja í Brussel.Vísir/gettyGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að skilaboð Bandaríkjanna nú séu í samræmi við það sem áður hefur sést þaðan. „Varðandi nýja ríkisstjórn í Bandaríkjunum og samskipti við Rússa þá hafa Bandaríkin á þessum tíma verið með harðari afstöðu gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Hert hefur verið á refsiaðgerðum og sömuleiðis hafa verið gefin skýr skilaboð af þeirra hálfu um samstöðu Atlantshafsbandalagsins gagnvart framferði Rússa,“ segir Guðlaugur. Hvað varðar kröfu Bandaríkjamanna um aukin útgjöld til varnarmála segir Guðlaugur að aðildarríkin séu nú þegar að auka framlög sín. Það séu samstarfsríki utan bandalagsins einnig að gera. „Það er að segja hér á norðurslóðum, í Finnlandi og Svíþjóð sem eru einhverjir nánustu samstarfsaðilar Atlantshafsbandalagsins,“ segir Guðlaugur og bætir við að Svíar hafi til að mynda tekið upp herskyldu aftur. „Þannig að það er samstaða um að styrkja og efla Atlantshafsbandalagið og varnir aðildarþjóða. Það er ekkert nýtt að Bandaríkin veki athygli á og ýti á það. Donald Trump er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem gerir það.“ Guðlaugur segir að Ísland sé virkur þátttakandi í NATO og styðji þá stefnu bandalagsins að auka samstarf þar sem nauðsynlegt er að gera slíkt. Hann segir Atlantshafsbandalagið ekki einungis standa frammi fyrir hefðbundinni hernaðarógn heldur hafi aðildarríkin áhyggjur af netöryggismálum og ýmsu öðru. Þá segir Guðlaugur að á undanförnum árum hafi samstarf Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála eflst mjög. Bæði hjá þeim ríkjum sem standa innan NATO og utan þess. „Við sjáum það bæði með loftrýmisgæslunni og á ýmsum öðrum sviðum, til dæmis í samstarfi á milli stofnana. Þetta er þáttur sem er að verða veigameiri og ég held að það sé afskaplega skynsamlegt að Norðurlöndin vinni saman á þessu sviði.“Sjáum til með Krímskaga Donald Trump heldur til fundar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, eftir NATO-fundinn. Fundur þeirra Trumps og Pútíns fer fram í Helsinki þann 16. júlí og verða trúlega allra augu á forsetunum tveimur. Að því er Washington Post hefur haldið fram óttast erindrekar hjá NATO mjög að Trump nýti tækifærið til þess að viðurkenna innlimun Rússa á Krímskaga. Rússar innlimuðu skagann fyrir rúmum fjórum árum í óþökk alþjóðasamfélagsins og var um að ræða fyrstu aðgerðina af þessum toga í Evrópu frá því í seinni heimsstyrjöld. Blaðamenn spurðu Trump um borð í þotu forsetans um síðustu mánaðamót hvort hann hygðist viðurkenna innlimunina, innlimun sem meðal annars allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt harðlega. „Við verðum bara að sjá til,“ svaraði forsetinn. BuzzFeed greindi frá því og hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum að yfir kvöldverði á G7- fundinum í síðasta mánuði hefði Trump sagt öðrum fundargestum að Krímskagi væri rússneskur þar sem íbúarnir töluðu flestir rússnesku.Fréttin var uppfærð 10. júlí 09:30 Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu NATO Tengdar fréttir Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Hefur áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalagsins: „Pólitísk óveðurský á lofti“ Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. 19. júní 2018 14:03 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins (NATO) hefst í Brussel, höfuðborg Belgíu, á morgun. Mætast þar leiðtogar aðildarríkjanna 29 auk framkvæmdastjórans Jens Stoltenberg og forseta Finnlands, Úkraínu og Georgíu. Bandarískir miðlar hafa mikið fjallað um fundinn og sett hann í samhengi við G7-fundinn í síðasta mánuði þar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti rak fleyg á milli ríkis síns og hefðbundinna bandamanna vegna tollamála. Neitaði forsetinn til að mynda að skrifa undir sameiginlega yfirlýsingu vegna óánægju með kanadíska forsætisráðherrann Justin Trudeau. Sjálfur hefur Trump einblínt á framlög aðildarríkja til varnarmála. Sendi hann meðal annars aðildarríkjum bréf þar sem hann minnti á samþykkt frá árinu 2014 um að framlög hvers ríkis til varnarmála skyldu verða að lágmarki tvö prósent af landsframleiðslu árið 2024. Bandaríkin gætu ekki lengur borið byrðar annarra aðildarríkja.Sjá einnig: Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO „Ég ætla að segja NATO að ríkin verði að fara að borga reikningana sína. Bandaríkin geta ekki alltaf reddað öllu. Við höfum verið að borga fyrir allt eins og kjánar,“ sagði Trump við æsta stuðningsmenn á fjöldafundi í Montana á dögunum. Washington Post sagði frá því á sunnudag að heimildarmenn miðilsins úr sendinefndum aðildarríkja annarra en Bandaríkjanna hefðu áhyggjur af því að Atlantshafsbandalagið gæti borið mikinn skaða af því ef Bandaríkin drægju úr stuðningi við verkefni bandalagsins, jafnvel hreinlega liðast í sundur. „Áhrifamesta aðildarríkið er ekki bara ósammála okkur heldur virðist forseti þess hreinlega tilbúinn til þess að ganga frá borðinu,“ sagði Tomas Valasek, fyrrverandi sendiherra Slóvakíu hjá NATO, við miðilinn. Ónafngreindur erindreki innan NATO sagði hættu á því að Trump legði starf bandalagsins í hættu og ónafngreindur evrópskur erindreki tók undir þau orð. Guðlaugur Þór Þórðarson tekur hér í öxl bandaríska starfsbróður síns, James Mattis, á fundi utanríkisráðherra NATO-ríkja í Brussel.Vísir/gettyGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að skilaboð Bandaríkjanna nú séu í samræmi við það sem áður hefur sést þaðan. „Varðandi nýja ríkisstjórn í Bandaríkjunum og samskipti við Rússa þá hafa Bandaríkin á þessum tíma verið með harðari afstöðu gagnvart rússneskum stjórnvöldum. Hert hefur verið á refsiaðgerðum og sömuleiðis hafa verið gefin skýr skilaboð af þeirra hálfu um samstöðu Atlantshafsbandalagsins gagnvart framferði Rússa,“ segir Guðlaugur. Hvað varðar kröfu Bandaríkjamanna um aukin útgjöld til varnarmála segir Guðlaugur að aðildarríkin séu nú þegar að auka framlög sín. Það séu samstarfsríki utan bandalagsins einnig að gera. „Það er að segja hér á norðurslóðum, í Finnlandi og Svíþjóð sem eru einhverjir nánustu samstarfsaðilar Atlantshafsbandalagsins,“ segir Guðlaugur og bætir við að Svíar hafi til að mynda tekið upp herskyldu aftur. „Þannig að það er samstaða um að styrkja og efla Atlantshafsbandalagið og varnir aðildarþjóða. Það er ekkert nýtt að Bandaríkin veki athygli á og ýti á það. Donald Trump er ekki fyrsti Bandaríkjaforsetinn sem gerir það.“ Guðlaugur segir að Ísland sé virkur þátttakandi í NATO og styðji þá stefnu bandalagsins að auka samstarf þar sem nauðsynlegt er að gera slíkt. Hann segir Atlantshafsbandalagið ekki einungis standa frammi fyrir hefðbundinni hernaðarógn heldur hafi aðildarríkin áhyggjur af netöryggismálum og ýmsu öðru. Þá segir Guðlaugur að á undanförnum árum hafi samstarf Norðurlandanna á sviði varnar- og öryggismála eflst mjög. Bæði hjá þeim ríkjum sem standa innan NATO og utan þess. „Við sjáum það bæði með loftrýmisgæslunni og á ýmsum öðrum sviðum, til dæmis í samstarfi á milli stofnana. Þetta er þáttur sem er að verða veigameiri og ég held að það sé afskaplega skynsamlegt að Norðurlöndin vinni saman á þessu sviði.“Sjáum til með Krímskaga Donald Trump heldur til fundar við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, eftir NATO-fundinn. Fundur þeirra Trumps og Pútíns fer fram í Helsinki þann 16. júlí og verða trúlega allra augu á forsetunum tveimur. Að því er Washington Post hefur haldið fram óttast erindrekar hjá NATO mjög að Trump nýti tækifærið til þess að viðurkenna innlimun Rússa á Krímskaga. Rússar innlimuðu skagann fyrir rúmum fjórum árum í óþökk alþjóðasamfélagsins og var um að ræða fyrstu aðgerðina af þessum toga í Evrópu frá því í seinni heimsstyrjöld. Blaðamenn spurðu Trump um borð í þotu forsetans um síðustu mánaðamót hvort hann hygðist viðurkenna innlimunina, innlimun sem meðal annars allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur fordæmt harðlega. „Við verðum bara að sjá til,“ svaraði forsetinn. BuzzFeed greindi frá því og hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum að yfir kvöldverði á G7- fundinum í síðasta mánuði hefði Trump sagt öðrum fundargestum að Krímskagi væri rússneskur þar sem íbúarnir töluðu flestir rússnesku.Fréttin var uppfærð 10. júlí 09:30
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu NATO Tengdar fréttir Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52 Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00 44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30 Hefur áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalagsins: „Pólitísk óveðurský á lofti“ Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. 19. júní 2018 14:03 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Sjá meira
Þrýsta á NATO-ríki að auka viðbúnað Bandaríkin vilja að herdeildir, orrustuþotur og herskip verði klár í slaginn með stuttum fyrirvara. 5. júní 2018 16:52
Hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna á leiðtogafundi NATO Fulltrúar Samfylkingarinnar og Pírata í utanríkismálanefnd hvetja forsætisráðherra til að gagnrýna hvers kyns ómannúðlega meðferð á flóttafólki og þá sér í brotum á réttindum barna á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í byrjun næsta mánaðar. 27. júní 2018 20:00
44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. 22. júní 2018 08:30
Hefur áhyggjur af framtíð Atlantshafsbandalagsins: „Pólitísk óveðurský á lofti“ Stoltenberg líkir upplausnarástandinu við "pólitískt óveðurský“ og að Trump hafi stofnað samvinnu vesturlandanna í hættu. 19. júní 2018 14:03
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu