44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. júní 2018 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkismálaráðherra Íslands, ásamt James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Vísir/Getty 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis. Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis.
Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Fleiri fréttir Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Sjá meira
Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00
Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06
Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45