44% Íslendinga ekki meðvitaðir um veru okkar í hernaðarbandalagi Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 22. júní 2018 08:30 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkismálaráðherra Íslands, ásamt James Mattis varnarmálaráðherra Bandaríkjanna Vísir/Getty 44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis. Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
44% Íslendinga telja ranglega að Ísland sé hlutlaust land í hernaðarmálum en kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru langlíklegastir til að vera meðvitaðir um aðild Íslands að hernaðarbandalagi NATO. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn á afstöðu Íslendinga til utanríkis- og öryggismála en það hefur verið afar vanrækt rannsóknarefni frá lokum kaldastríðs. Það var Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, sem birti niðurstöður rannsóknar sinnar í tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla sem kom út í gær (www.irpa.is)Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við ÍslandVísir/ArnþórRannsóknin fór fram með þeim hætti að tæplega fimm þúsund svarendur voru beðnir að taka afstöðu til fjögurra yfirlýsinga eða spurninga sem snertu stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og ógnir við öryggi Íslendinga. Einna mesta athygli vekur að rétt innan við helmingur sagðist telja að Ísland gætti hlutleysis í hernaðarmálum. Það er ekki rétt, enda er Ísland stofnaðili Atlantshafsbandalagsins frá 1949. Þegar niðurstöðurnar eru greindar frekar kemur í ljós umtalsverður munur eftir stjórnmálaskoðunum. Aðeins 25% þeirra sem sögðust kjósa Sjálfstæðisflokkinn sögðu að Ísland væri hlutlaust land og svipaða sögu er að segja af kjósendum Framsóknarflokksins eða 28%. Kjósendur þessara tveggja flokka virðast því best upplýstir um veru Íslands í hernaðarbandalagi. Hins vegar segir meira en helmingur kjósenda Samfylkingarinnar, 51%, að Ísland sé hlutlaust. 43% kjósenda Vinstri Grænna og 42% þeirra sem styðja Pírata eru sama sinnis.
Tengdar fréttir Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00 Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06 Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Bandaríkjaher ver 1,5 milljörðum í Keflavík Hershöfðingi bandaríska flughersins segir Ísland gríðarlega mikilvægt fyrir Bandaríkin og NATO. Ekki er rætt um varanlega viðveru að nýju en viðveru þó. Herinn ver miklu fé í viðhald flugbrauta og aðra innviði á Keflavíkurflugvelli. 5. maí 2018 07:00
Guðlaugur Þór fundaði með Mattis í Pentagon Á fundinum ræddu ráðherrarnir helstu áherslumál á vettvangi Atlantshafsbandalagsins í aðdraganda leiðtogafundar bandalagsins í sumar, þ.m.t. auknar áherslur á mikilvægi Norður-Atlantshafsins. 15. maí 2018 22:06
Bretar senda orrustuþotur til landsins Bresk stjórnvöld munu senda orrustuþotur til Íslands á næsta ári - í fyrsta skipti síðan Bretar settu hryðjuverkalög á Íslendinga eftir fall bankakerfisins haustið 2008. 8. júní 2018 07:45