Enskur blaðamaður skilur ekkert í upphitunarleik enska fótboltalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 22:00 Harry Kane með gúmmí-kjúklinginn á æfingunni. Vísir/Getty Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira
Fyrir þá sem hafa horft á þann hluta fótboltaæfinga landsliða sem fjölmiðlamenn hafa oftast aðgengi að þá er upphitun leikmanna oftast klassísk samsetning af hlaupum og öðrum teygju- og liðkunaræfingum. En ekki hjá enska landsliðinu. Bryce Cavanagh, styrktarþjálfari enska fótboltalandsliðsins, bauð upp á nýjung á æfingu enska landsliðsins í morgun og ruglaði blaðamann BBC alveg í ríminu. Hann hafði aldrei séð þenann leik áður. Það besta er að umræddur blaðamaður, Steve Crossman, er ekki enn búinn að finna út reglurnar í þessum leik. Hann komst aftur á móti að því að leikurinn er kallaður „gúmmí-kjúklingur“ eða „rubber chicken“ á enskunni. Fyrir þá sem telja sig vita meira eða hafa áhuga á því að finna út hvernig leikur þetta er þá birti Steve Crossman myndband af ensku strákunum leika sér með þennan svokallað gúmmí-kjúkling. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.Ok, can anyone work out the rules? England training with what looks suspiciously like a rubber chicken @rachelburdenpic.twitter.com/uOwQunJidl — Steve Crossman (@Steve_Crossman) July 10, 2018 Þótt að Steve Crossman hafi ekkert skilið í reglum leiksins eða komist að því hver vann hann þá sagði hann að þarna hafi komið greinilega fram hversu góður andi og mikil gleði er meðal ensku leikmannanna. Bryce Cavanagh er 41 árs Ástrali og er þekktur fyrir að bjóða upp á allskyns leiki á æfingum enska liðsins. Ensku strákarnir hafa spilað amerískan fótbolta, indverska eltingarleikinn kabaddi og skotbolta svo eitthvað sé nefnt.When you bring a rubber chicken to training... @England // #WorldCuppic.twitter.com/qRZCxxiZt0 — FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) July 10, 2018 Steve Crossman segir að leikirnir hans Cavanagh hafi slegið í gegn og að þeir hafi líka séð til þess að ensku leikmennirnir hafa ræktað hláturvöðvana alveg eins og alla hina vöðvana.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Sjá meira