Fótbolti

Forseti Juventus með þyrlu til fundar við Cristiano Ronaldo

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Það lítur út fyrir að eitthvað sé að gerast í mögulegri sölu Real Madrid á Cristiano Ronaldo til Juventus.

Sky Sports segir frá því að Andrea Agnelli, forseti Juventus, hafi í dag flogið með þyrlu til fundar við Cristiano Ronaldo.

Cristiano Ronaldo er staddur á hóteli í Grikklandi þar sem hann er að jafna sig eftir heimsmeistarakeppnina í Rússlandi þar sem portúgalska liðið datt út í sextán liða úrslitunum.

Heimildir Sky Sports herma að Juventus sé nálægt því að kaupa Ronaldo á 88 milljónir punda frá spænska félaginu.







Samkomulagið stendur og fellur með viðræðum Jorge Mendes, umboðsmanns Cristiano Ronaldo, og Real Mdrid sem fara fram í dag.

Cristiano Ronaldo hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2009 eða undanfarin níu tímabil. Hann hefur skorað 450 mörk í 438 leikjum í öllum keppnum með spænska félaginu.







Cristiano Ronaldo mun samkvæmt upphaflegri frétt spænska blaðsins Marca gera fjögurra ára samning og fá um 30 milljónir pund í laun á ári eða 4,2 milljarða íslenska króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×