Katrín segir óvissu í evrópskum stjórnmálum setja svip sinn á NATO þingið Heimir Már Pétursson skrifar 10. júlí 2018 20:34 Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018 NATO Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Forsætisráðherra segir mikla spennu í stjórnmálum einstakra ríkja innan Atlantshafsbandalagsins setja svip sinn á leiðtogafund bandalagsins sem hefst í Brussel á morgun. Trump Bandaríkjaforseti ítrekaði í dag að önnur aðildarríki NATO yrðu að auka framlög sín til varnarmála. Það eru viðburðaríkir dagar framundan hjá Donald Trump forseta Bandaríkjanna sem lagði af stað til Evrópu í morgun. Hann sækir fyrst tveggja daga leiðtogafund NATO ríkjanna í Brussel sem hefst á morgun og heldur síðan í opinbera heimsókn til Bretlands að loknum leiðtogafundinum. Á mánudag fundar hann svo með Vladimir Putin Rússlandsforseta í Helsinki. „Þetta verður áhugaverður tími í Bretlandi og alveg örugglega á á NATO fundinum. NATO hefur ekki komið vel fram við okkur. En ég held að við náum að komast að niðurstöðu. Við borgum allt of mikið og þau (NATO ríkin) borga allt of lítið,“ sagði Trump þegar hann yfirgaf Hvíta húsið í morgun.„Þetta verður kannski ákveðin óvissuferð“ Katrín Jakobsdóttir mætir nú til síns fyrsta leiðtogafundar hjá NATO og segir að það ríki spenna vegna krafna Bandaríkjamanna um aukin framlög ríkja til varnarmála, sem munu þó væntanlega ekki ná til Íslands, eina herlausa landsins í NATO. Þá segir Katrín óvissu ríkja um önnur mál fundarins meðal annars vegna afsagnar ráðherra í stjórn Theresu May. „Það er mikið um að vera í breskum stjórnmálum og það var einhver sem sagði að það væri ekki óhætt fyrir hana að fara úr landi á meðan staðan er eins og hún er. þar sem þrír ráðherrar hafa nú sagt af sér í ríkisstjórn. Þannig að það virðist vera að þessi spenna sem er í gangi ekki bara í Bretlandi heldur hafa líka verið hræringar í Þýskalandi, setji þann svip á að eins og ég segi; þetta verður kannski ákveðin óvissuferð um hvernig þessi fundur verður,“ segir Katrín.„Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.vísir/apTelur það vera erfiðara að eiga við Putin en bandamenn hans Katrín ávarpar NATO þingið á morgun en er ekki bjartsýn á að eiga marga tvíhliða fundi með leiðtogum NATO sem meðal annars þyrftu að ræða tollamál við Trump og komandi leiðtogafund hans með Putin. Trump virðist hins vegar telja að það verði erfiðara að eiga við helstu bandamenn Bandaríkjanna en forseta Rússlands. „Ég hef NATO og ég hef Bretlands sem er í einhvers konar upplausn og ég hef Putin. Í hreinskilni sagt þá gæti Putin reynst auðveldastur af þeim öllum. Hverjum hefði dottið það í hug,“ sagði Trump skömmu áður en hann flaug til Brussel.Many countries in NATO, which we are expected to defend, are not only short of their current commitment of 2% (which is low), but are also delinquent for many years in payments that have not been made. Will they reimburse the U.S.?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 10, 2018
NATO Mest lesið Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira