Fótbolti

Deschamps: Úrslitaleikurinn á EM situr enn í okkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Deschamps var ánægður í leikslok
Deschamps var ánægður í leikslok Vísir/Getty
Frakkar spila til úrslita á HM í þriðja skipti í sögunni á sunnudag eftir eins marks sigur á Belgum í undanúrslitunum í kvöld.

„Þetta er stórkostlegt. Ég er gríðarlega ánægður fyrir hönd leikmannanna. Þeir eru ungir en þeir eru með mikinn karakter andlega,“ sagði landsliðsþjálfarinn Didier Deschamps við franska fjölmiðla í leikslok.

„Þetta var erfitt í dag gegn góðu liði Belga. Við þurftum að vinna mikið varnarlega og hefðum getað nýtt skyndisóknir betur.“

„Leikmennirnir eiga allt í þessu. Það að við séum að spila í úrslitaleiknum er leikmönnunum á vellinum að þakka. Það þarf hins vegar að vinna úrslitaleiki og úrslitaleikurinn sem við töpuðum fyrir tveimur árum situr enn í okkur,“ sagði Deschamps.

Það kemur í ljós á morgun hver andstæðingur Frakka verður í úrslitaleiknum þegar Króatar og Englendingar mætast í seinni undanúrslitaleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×