Rúrik: Kompany skólaði mig til í lyftingasalnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 10:30 Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason var gestur Sumarmessunnar í gærkvöldi og bauð að sjálfsögðu upp á eina góða bransa sögu í þættinum. Hjörvar Hafliðason spurði Rúrik þá um tíma hans hjá belgíska félaginu Anderlecht en Rúrik æfði þar með unglingaliði félagsins. Með Anderlecht var einnig Vincent Kompany, núverandi lykilmaður Englandsmeistara Manchester City og belgíska landsliðsins. „Hann var bara að skóla mig til í lyftingasalnum. Hann var tveimur árum eldri en ég og ég var varla komin með hár, hvergi,“ sagði Rúrik Gíslason og uppskar mikinn hlátur. „Hann var glerharður, segjandi mönnum að halda kjafti inn á vellinum. Það er svo mikill virðingastigi í fótbolta. Þú kemur svo sjaldan inn í lið sem ungur peyi og byrjar að rífa kjaft við eldri gæjana. Það eru sumir sem geta það og hann var bara langbestur í Anderlecht,“ sagði Rúrik. Vincent Kompany lék með aðalliði Anderlecht frá 2003 til 2006 en var svo seldur til þýska liðsins Hamburger SV í júní 2006. Manchester City keypti Kompany í ágúst 2008 og þar hefur hann því verið að verða í áratug. Kompany hefur spilað yfir 330 leiki í öllum keppnum með Manchester City og hefur verið fyrirliði liðsins síðan 2011. Kompany varð Englandsmeistari með Manchester City í þriðja sinn í vor en hann hefur einnig unnið enska deildabikarinn þrisvar og enska bikarinn einu sinni. Það má sjá alla sögu Rúriks Gíslasonar um kynni hans af Vincent Kompany í spilaranum hér fyrir ofan.Sumarmessan er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM í Rússlandi.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Í beinni: Newcastle - Bournemouth | Gerir Howe sínu gamla félagi grikk Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar Sjá meira