Danskur landsliðsmaður inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Lukas Lerager í stúkunni með kærustunni á HM. Hann fékk aðeins eina stutta innkomu. Vísir/Getty Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira
Danski landsliðsmaðurinn Lukas Lerager spilaði sögulega lítið á HM í fóbolta í Rússlandi þar sem Danir komust í sextán liða úrslitin. Lukas Lerager spilaði aðeins í 81 sekúndu á mótinu eftir að hafa komið inná sem varamaður í leik á móti Frakklandi í riðlakeppninni. Lukas Lerager kom þá inná fyrir Thomas Delaney á annarri mínútu í uppbótartíma leiksins. Lerager náði aldrei að koma við boltann á þessum tíma en tölfræði FIFA segir að hann hafi hlaupið alls 198 metra. Lukas Lerager komst með þessum stutta leiktíma inn á listann yfir stystu HM-ferla sögunnar. Hann skipar núna annað sæti listans.Las carreras más cortas en la historia de la Copa del Mundo: 1 Tim Krul : jugó 48 segundos (más una tanda de penaltis) en 2014. 2️ LUKAS LERAGER : ha jugado 81 segundos en 2018. 3️ Marcelo Trobbiani : jugó 87 segundos en la final de 1986. — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) July 11, 2018 Hollenski markvörðurinn Tim Krul spilaði bara 48 sekúndur árið 2014 þegar hann kom inn rétt fyrir vítaspyrnukeppni á móti Kosta Ríka þar sem hann síðan varði tvær spyrnur. Holland vann vítakeppnina en Krul spilaði ekki meira í mótinu. Þar sem að Tim Krul tók líka þátt í vítakeppninni þá er alveg hægt að rökstyðja það að hann hafi í raun spilað lengur en Lukas Lerager og að danski strákurinn ætti því að eiga þetta HM-met. Tölfræðilega er hann engu að síðustu í 2. sætinu á eftir Tim Krul . Lerager fór aftur á móti uppfyrir Argentínumanninn Marcelo Trobbiani. Trobbiani á samt eina frægustu innkomu allra tíma á HM. Einu sekúndurnar sem hann spilaði á HM voru nefnilega 87 síðustu sekúndurnar í úrslitaleik HM í Mexíkó 1986. Marcelo Trobbiani kom einu sinni við boltann í leiknum en hann átti þá hælspyrnu á félaga sinn í argentínska landsliðinu. Lukas Lerager er 24 ára miðjumaður og leikmaður Bordeaux í Frakklandi. Leikurinn á móti Frökkum var hans fimmti landsleikur á ferlinum. Til fróðleiks þá var það Arnór Ingvi Traustason sem spilaði minnst af íslensku strákunum á HM af þeim sem komu eitthvað við sögu. Arnór Ingvi spilaði í fjórar mínútur og 56 sekúndur eftir að hann kom inná fyrir Birki Bjarnason í leiknum á móti Króatíu. Albert Guðmundsson spilaði í 9 mínútur og 24 sekúndur á móti Króötum.Lukas Lerager í leiknum á móti Frökkum.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Sjá meira