Fótbolti

Kveðja breska flughersins til enska liðsins reyndist vera tölvuteiknuð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breski flugherinn.
Breski flugherinn. Mynd/Twitter
Enska fótboltalandsliðið fær í kvöld kjörið tækifæri til að komast í úrslitaleik HM í fótbolta þegar liðið mætir Króatíu í undanúrslitaleik HM í Rússlandi.

Liðið sem vinnur leikinn mætir Frökkum í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn en tapliðið spilar um þriðja sætið á laugardaginn.

Enska liðið hefur komið flestum á óvart með frábærri frammistöðu en liðið er ungt og þar hefur myndast skemmtileg liðsheild.

Mikið hefur verið rætt um stuðningsmannalag enska landsliðsins frá HM 2006 sem heitir Three Lions (Football's Coming Home) og var flutt af The Lightning Seeds, David Baddiel og Annie Skinner.

„It's Coming Home“ er fyrir löngu komið út um allt en þar er átt við að heimsmeistaratitilinn er að koma aftur heim til þjóðarinnar þar sem fótboltinn varð til á sínum tíma.

Enska þjóðin er að upplifa óvenjulega skemmtilega tíma tengda fótboltalandsliðinu sínu eftir erfið og mögur ár þar sem liðið var meðal annars niðurlægt af íslenska landsliðinu á EM 2016.

Það má sjá þessi einkennisorð knattspyrnuævintýri enska landsliðsins nú út um allt en breski flugherinn gekk enn lengra og sendi landsliðinu ótrúlega kveðju eða svo héldu menn. Seinna hefur komið í ljós að kveðjan ótrúlega var tölvuteiknuð.  Kveðjuna má sjá hér fyrir neðan.

Fréttin var uppfærð eftir að í ljós kom að kveðjan sem vakið hafði mikla athygli netverja reyndist tölvugerð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×