Töpuðu veðmáli og þurftu að kvelja belgísk eyru með frönskum fótboltasöng Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2018 23:30 Eden Hazard á leið í grasið eftir draugabrotið hans Oliver Giroud. Vísir/Getty Frakkar unnu Belga 1-0 í undanúrslitaleik HM í Rússlandi í gær og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn. Það var aðeins meira undir í þessum leik fyrir farþega með neðarjarðarlestinni í Brussel, höfuðborgar Belgíu. Belgar voru í sínum fyrsta undanúrslitaleik á HM í 32 (HM í Mexíkó 1986) og áttu möguleika á því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. Belgarnir voru nokkuð sigurrefir fyrir leikinn enda belgíska liðið búið að vinna alla fimm leiki sína á mótinu og belgíska liðið hafði auk þess leikið 23 leiki í röð án þess að tapa. Yfirmenn hjá Brusselse metro voru því tilbúnir að veðja við kollega sína hjá Métropolitain de Paris. Brussel-menn töpuðu og þurftu því að spila franska stuðningsmannasönginn, „Tous Ensemble”, í hátalarakerfi neðarlestarstöðva sinna í dag. Brusselse metro pirruðu örugglega gesti sína með þessu enda heimamenn ennþá að sleikja sárin eftir sárgrætilegt tap kvöldið áður.Brussels commuters had to endure the French soccer anthem being piped through the metro on Wednesday. Why? The transport authority lost a bet with Paris on the #WorldCup result https://t.co/FnYGFWn8Nnpic.twitter.com/gZe5ZhT6dP — Reuters Sports (@ReutersSports) July 11, 2018 Hefðu Frakkarnir tapað þá hefðu þeir þurft að breyta nafni lestarstöðvarinnar „Saint-Lazare“ í „Saint Hazard“ til heiðurs fyrirliða og aðalstjörnu belgíska landsliðsins, Eden Hazard. Svo fór ekki og því þurftu belgískir lestarfarþegar að hlusta á franska lagið „Tous Ensemble” með Johnny Hallyday í dag. Fyrir áhugasama þá má hlusta á lagið hér fyrir neðan. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Frakkar unnu Belga 1-0 í undanúrslitaleik HM í Rússlandi í gær og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum í Moskvu á sunnudaginn. Það var aðeins meira undir í þessum leik fyrir farþega með neðarjarðarlestinni í Brussel, höfuðborgar Belgíu. Belgar voru í sínum fyrsta undanúrslitaleik á HM í 32 (HM í Mexíkó 1986) og áttu möguleika á því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í sögunni. Belgarnir voru nokkuð sigurrefir fyrir leikinn enda belgíska liðið búið að vinna alla fimm leiki sína á mótinu og belgíska liðið hafði auk þess leikið 23 leiki í röð án þess að tapa. Yfirmenn hjá Brusselse metro voru því tilbúnir að veðja við kollega sína hjá Métropolitain de Paris. Brussel-menn töpuðu og þurftu því að spila franska stuðningsmannasönginn, „Tous Ensemble”, í hátalarakerfi neðarlestarstöðva sinna í dag. Brusselse metro pirruðu örugglega gesti sína með þessu enda heimamenn ennþá að sleikja sárin eftir sárgrætilegt tap kvöldið áður.Brussels commuters had to endure the French soccer anthem being piped through the metro on Wednesday. Why? The transport authority lost a bet with Paris on the #WorldCup result https://t.co/FnYGFWn8Nnpic.twitter.com/gZe5ZhT6dP — Reuters Sports (@ReutersSports) July 11, 2018 Hefðu Frakkarnir tapað þá hefðu þeir þurft að breyta nafni lestarstöðvarinnar „Saint-Lazare“ í „Saint Hazard“ til heiðurs fyrirliða og aðalstjörnu belgíska landsliðsins, Eden Hazard. Svo fór ekki og því þurftu belgískir lestarfarþegar að hlusta á franska lagið „Tous Ensemble” með Johnny Hallyday í dag. Fyrir áhugasama þá má hlusta á lagið hér fyrir neðan.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira