Fótbolti

Mandzukic: Þetta er kraftaverk

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mandzukic kyssir króatíska fánann í leikslok.
Mandzukic kyssir króatíska fánann í leikslok. víris/getty

Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað.

„Við áttum okkur ekki á því hvað við erum búnir að gera. Þetta er kraftaverk. Ekki afþví að við séum ekki með nógu gott lið heldur af því að aðeins stærstu liðin geta verið svona hugrökk. Við vorum að tapa fyrir Englendingum en komum til baka og unnum,“ sagði Mandzukic við króatíska fjölmiðla eftir leikinn.

„Við erum að spila í þessu móti því við getum spilað af öllu hjarta fyrir Króata. Það eru partý út um allt núna og þannig ætti það að vera. Við áttum þetta skilið.“

Króatar mæta sterku liði Frakka í úrslitunum á sunnudag.

„Við njótum þess að spila fótbolta og við munum gera það í úrslitunum líka,“ sagði Mario Mandzukic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.