Fótbolti

Sumarmessan: „Gjörsamlega geggjuð úrslit“ fyrir Val

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Valsmenn fagna í kvöld
Valsmenn fagna í kvöld vísir/bára

Valur vann 1-0 sigur á Rosenborg í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu á Hlíðarenda í kvöld. Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.

„Gríðarlega óvænt. Frábær úrslit,“ sagði Hjörvar Hafliðason þegar hann fékk fréttirnar í beinni í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

„Gjörsamlega geggjuð úrslit. Gaman að heyra þetta. Erfitt að fá þetta svona beint í andlitið en maður þarf nú samt að hæla þjálfarateyminu hjá Völsurunum fyrir að ná þessum úrslitum,“ tók Jóhannes Karl Guðjónsson undir.

„Ef þú tekur leikmannahópinn hjá Völsurum gegn leikmönnunum hjá Rosenborg þá ættu þeir ekki að eiga „break“ að mínu mati.“

Rosenborg er eitt stærsta lið Norðurlandanna og benti Hjörvar á að „ætli Bendtner sé eins og reksturinn á knattspyrnudeildinni hjá Val?“

„Með bestu úrslitum sem ég man eftir hjá íslensku liði.“

Valur mætir Rosenborg í seinni leiknum úti í Noregi í næstu viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.