Fótbolti

Sungið upp á borðum á hóteli króatíska liðsins í gærkvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn króatíska landsliðsins fagna í gær.
Leikmenn króatíska landsliðsins fagna í gær. Vísir/Getty

Leikmenn króatíska landsliðsins voru að sjálfsögðu mjög hátt uppi eftir frækilegan sigur sinn á Englandi í undanúrslitum HM í fótbolta í Rússlandi.

Króatía er komið í sinn fyrsta úrslitaleik á HM aðeins rúmu ári eftir að liðið tapaði fyrir íslenska landsliðinu á Laugardalsvellinum.

Eftir leikinn á móti Englandi á Luzhniki leikvanginum í gær lá leiðin upp á hótel þess í Moskvu þar sem króatíski hópurinn borðaði saman.

Matartíminn breyttist fljótt í mikla sigurveislu þar sem einn Króatinn tók meðal annars upp gítar og spilaði og söng fyrir hetjur Króatíu.

Zlatko Dalić, þjálfari króatíska liðsins, setti inn myndband á Instagram-síðu sína þar sem króatísku leikmennirnr syngja saman en þar má sjá menn vera komna upp á borð í sigurveislunni. 
Proslava plasmana u finale! Hvala svima koji ste uz nas! #beproud
A post shared by Zlatko Dalic (@daliczlatko) onKróatar hafa spilað þrjá framlengda leiki í röð eða þrisvar sinnum 120 mínútur og þurfa því að fara að spara orkuna fyrir úrslitaleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn.

Franska liðið hefur unnið alla sex leiki sína í venjulegum leiktíma. Þeir ættu því að eiga miklu meira eftir á tankinum þegar kemur að lokaleik heimsmeistaramótsins í Moskvu á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.