Lífið

Brain Police hita upp fyrir GNR og 2000 miðum bætt við

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ekki komið saman í lengri tíma þegar þessi nýja tónleikaherferð var tilkynnt
Upprunalegir meðlimir hljómsveitarinnar höfðu ekki komið saman í lengri tíma þegar þessi nýja tónleikaherferð var tilkynnt

Skipuleggjendur tónleika bandarísku rokksveitarinnar Guns ´n´ Roses hafa bætt við 2000 miðum aukalega í sölu og tilkynnt að íslenska sveitin Brain Police hiti upp fyrir tónleikana. Miðarnir verða seldir á show.is

Útlit er fyrir að þetta verði langstærstu tónleikar í sögu Íslands bæði hvað varðar fjölda gesta og umfang tónleikanna sjálfra.

Hljómsveitin kemur með 45 gáma af tækjabúnaði sem vegur um 1300 tonn. Þar á meðal er stærsta svið sem sett hefur verið upp á Íslandi, 65 metra breitt með þremur risaskjáum. Hljóðkerfið er heldur engin smásmíði.

Einnig fylgja með reykvélar, flugeldar og eldvörpur.

Tónleikarnir verða á Laugardalsvelli þann 24. júlí næstkomandi. Miðað við aðra tónleika í tónleikaröðunni, sem nefnist Not In This Lifetime, má búast við að Guns ´n´ Roses spili í allt að þrjá klukkutíma.

Þar á undan munu Brain Police stíga á stokk eins og áður segir.


Tengdar fréttir

Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram

KSÍ vildi ekki leigja tónleikahöldurum Guns N'Roses Laugardalsvöll nema með fyrirframgreiðslu. Gangi verkefnið vel gæti það opnað risastórar dyr. Grasið verður verndað og skilað í fullkomnu ástandi.

Miðar á GNR rokseljast

„Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.