Greiddu Guns N'Roses tónleikana fyrirfram Benedikt Bóas skrifar 5. júlí 2018 06:00 Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þmiðarnir við það að klárast þegar þetta er skrifað. Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum VÍSIR/ANDRI MARINÓ Knattspyrnusamband Íslands bókaði í fundargerð sinni að einungis yrði gengið til samninga við tónleikahaldara bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N'Roses með fyrirframgreiðslu og að upphæð tekna væri veruleg. Hvað völlurinn kostar er ekki gefið upp. „Samkomulag milli skipuleggjenda tónleikanna og KSÍ er trúnaðarmál,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikunum. Björn segir að tekjur af tónleikunum eigi eftir að koma í ljós í lokauppgjöri en augljóslega sé ekki farið í verkefni af þessari stærðargráðu til þess að tapa fé. „Gangi verkefnið að óskum opnar það fjölmargar dyr fyrir frekara tónleikahald á Íslandi þar sem listamenn af svipaðri stærðargráðu gætu séð sér fært að koma fram hér á landi. Þá erum við að tala um listamenn sem hafa hingað til verið taldir ófáanlegir til tónleikahalds á Íslandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Björn.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production.Tónleikarnir fara fram síðar í júlí og hefur verið hugsað út í hvernig eigi að vernda grasið á þjóðarleikvangnum þar sem tvö af 25 bestu landsliðum heims í karla- og kvennaflokki sparka bolta. „Grasið á Laugardalsvelli verður verndað með sérstöku gólfi af gerðinni ArmorDeck. Þetta gólf er í nokkurri hæð frá grasinu sjálfu, leyfir því að anda og hleypir í gegn sólarljósi og regnvatni, ef því er að skipta. Það grasinu kleift að vaxa áfram á meðan á þessu tímabundna verkefni stendur og verður því vellinum skilað í fullkomnu ástandi að tónleikum loknum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í verndun á grasi þegar kemur að tónleikahaldi og styðjast aðstandendur tónleikaferðalagsins við allra nýjustu og bestu tækni í þeim efnum.“ Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum með fyrirvara um að hægt væri að semja um að fleiri miðar væru settir í sölu ef aðstæður byðu upp á. Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þeir miðar við það að seljast upp þegar þetta er skrifað Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands bókaði í fundargerð sinni að einungis yrði gengið til samninga við tónleikahaldara bandarísku rokkhljómsveitarinnar Guns N'Roses með fyrirframgreiðslu og að upphæð tekna væri veruleg. Hvað völlurinn kostar er ekki gefið upp. „Samkomulag milli skipuleggjenda tónleikanna og KSÍ er trúnaðarmál,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikunum. Björn segir að tekjur af tónleikunum eigi eftir að koma í ljós í lokauppgjöri en augljóslega sé ekki farið í verkefni af þessari stærðargráðu til þess að tapa fé. „Gangi verkefnið að óskum opnar það fjölmargar dyr fyrir frekara tónleikahald á Íslandi þar sem listamenn af svipaðri stærðargráðu gætu séð sér fært að koma fram hér á landi. Þá erum við að tala um listamenn sem hafa hingað til verið taldir ófáanlegir til tónleikahalds á Íslandi vegna smæðar markaðarins,“ segir Björn.Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production.Tónleikarnir fara fram síðar í júlí og hefur verið hugsað út í hvernig eigi að vernda grasið á þjóðarleikvangnum þar sem tvö af 25 bestu landsliðum heims í karla- og kvennaflokki sparka bolta. „Grasið á Laugardalsvelli verður verndað með sérstöku gólfi af gerðinni ArmorDeck. Þetta gólf er í nokkurri hæð frá grasinu sjálfu, leyfir því að anda og hleypir í gegn sólarljósi og regnvatni, ef því er að skipta. Það grasinu kleift að vaxa áfram á meðan á þessu tímabundna verkefni stendur og verður því vellinum skilað í fullkomnu ástandi að tónleikum loknum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í verndun á grasi þegar kemur að tónleikahaldi og styðjast aðstandendur tónleikaferðalagsins við allra nýjustu og bestu tækni í þeim efnum.“ Upprunalega var gert ráð fyrir 18.500 tónleikagestum með fyrirvara um að hægt væri að semja um að fleiri miðar væru settir í sölu ef aðstæður byðu upp á. Fyrir síðustu helgi var ákveðið að bæta við 3.000 miðum og hefur sú sala farið hratt af stað og eru þeir miðar við það að seljast upp þegar þetta er skrifað
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00 Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00 Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15 Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar 25. apríl 2018 06:00
Miðar á GNR rokseljast „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. 3. maí 2018 06:00
Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund Miðasala á Guns N' Roses hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna. 27. apríl 2018 12:15