Lífið

Miðar á GNR rokseljast

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Laugardalsvöllur verður fjarri því tómur þegar Axl, Slash og félagar koma í sumar.
Laugardalsvöllur verður fjarri því tómur þegar Axl, Slash og félagar koma í sumar. Vísir/Getty
 „Miðasalan fór af stað með hvelli,“ segir Björn Teitsson, upplýsingafulltrúi Solstice Production, sem stendur fyrir tónleikum Guns N' Roses á Laugardalsvelli í sumar. Miðasala hófst á þriðjudag en í sérstakri forsölu á laugardag fóru fimm þúsund miðar á örskotsstundu.

Þegar Fréttablaðið ræddi við Björn upp úr hádegi í gær, á öðrum degi miðasölunnar, höfðu selst alls 14.500 miðar.

„Það hefur verið mest sala á miðunum í stæði þannig að þeim er að fækka mjög mikið,“ segir Björn.

Gert er ráð fyrir að selja um tólf þúsund miða í stæði en rúmlega tíu þúsund höfðu selst þegar Fréttablaðið kannaði málið í gær. Miðar í stæði kosta 18.900 krónur en síðan eru einnig seldir miðar í stúku sem kosta frá 29.900 upp í 49.900 krónur.




Tengdar fréttir

Guns N' Roses liðar verða eftir og njóta Íslands

Tónleika Guns N' Roses á Laugardalsvelli er beðið með eftirvæntingu samkvæmt samfélagsmiðlum. Tónleikahaldari segir að allar líkur séu á að Slash, Axl Rose, Duff McKagan og föruneyti þeirra muni njóta landsins enda séu þetta síðustu tónleikar hljómsveitarinnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×