Aukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í umhverfismat Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. júlí 2018 06:00 Víkingur Gunnarsson er framkvæmdarstjóri Arnarlax. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Fyrirhuguð framleiðsluaukning um 4.500 tonn hjá Arnarlaxi í Arnarfirði fer í umhverfismat samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Tilkynning um fyrirhugaða framleiðsluaukningu barst stofnuninni í desember síðastliðnum en með aukningunni færi framleiðslan upp í 14.500 tonn. Ekki er um fjölgun eldissvæða að ræða heldur felst aukningin í fjölgun kvía á núverandi svæðum um fjórar kvíar. Nota á kynbættan eldislax af norskum uppruna og áætlað er að við framleiðsluaukninguna muni fóðurnotkun aukast um 6.000 tonn sem verði eftir aukninguna um 17.000 tonn á ári. Óskað var eftir umsögnum um fyrirhugaða framleiðsluaukningu frá sveitarfélögum á svæðinu og stofnunum sem málið varðar. Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar kemur fram að óvissa sé um áhrif aukningarinnar en hún kunni að hafa í för með sér veruleg neikvæð á umhverfi og lífríki Arnarfjarðar. Gera verði ráð fyrir að eldislax sleppi úr kvíum og leiti í laxár í nágrenni eldissvæða og með tilliti til reynslunnar frá Noregi megi gera ráð fyrir að fjöldi strokulaxa verði ekki undir 300 við eldi hverrar kynslóðar. Einnig sé óvissa um áhrif aukningarinnar og samlegðaráhrif með öðru eldi á villtan lax með tilliti til erfðablöndunar. Einnig sé líklegt að aukið eldi muni valda auknu álagi á villta laxfiska í Arnarfirði. Þá telur Skipulagsstofnun fyrirséð að lyfjum verði beitt til að halda laxalús niðri og möguleg framleiðsluaukning geti því haft áhrif á rækjustofna í Arnarfirði.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Tengdar fréttir Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00 Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36 Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Laxeldisfyrirtæki þurfa að eitra fyrir laxalús í Tálknafirði og Arnarfirði Laxalús er orðin svo mikil í Tálknafirði og Arnarfirði að nota þarf eitur til að drepa lúsina. Hitastig sjávar ekki eins mikil vörn gegn laxalús og talið var. Laxalúsin veldur fyrirtækjum í laxeldi nokkrum búsifjum. 28. júní 2018 08:00
Laxar sluppu úr sjókví í Tálknafirði Laxar sluppur í gegnum göt á sjókví í Tálknafirði. Ekki er vitað hversu margir laxar sluppu. 7. júlí 2018 11:36
Fjárfestar í fiskeldi slá áformum um uppbyggingu á frest Formaður Landsambands fiskeldisstöðva segir fjárfesta hafa slegið áformum um frekari uppbyggingu í laxeldi á frest eftir að Hafrannsóknarstofnun ákvað að endurskoða ekki áhættumat vegna sjókvíaeldis á laxi. 6. júlí 2018 14:00