Fótbolti

Dalic: Gefur ekki svona vítaspyrnu í úrslitaleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatko Dalic
Zlatko Dalic Vísir/Getty

Króatar töpuðu fyrir Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi í dag. Landsliðsþjálfari Króata, Zlatko Dalic, sagði leikinn vera einn besta leik þeirra í mótinu.

„Ég vil óska Frökkum til hamingju með titilinn,“ sagði Dalic eftir leikinn.

„Við spiluðum vel fyrstu 20 mínúturnar og stjórnuðum leiknum. Svo kom sjálfsmark upp úr föstu leikatriði, við lifnuðum aftur og tókum stjórn á leiknum áður en við fengum á okkur vítaspyrnu.“

Vítaspyrnan var mjög umdeild en hún var dæmd eftir myndbandsskoðun á því þegar Ivan Perisic fékk boltann í hendina innan vítateigs.

„Þú gefur ekki svona vítaspyrnu í úrslitaleik HM.“

„Við spiluðum vel en vítaspyrnan sló aðeins kraftinn úr okkur og eftir hana var leikurinn erfiður.“

„Ég verð samt að óska leikmönnum mínum til hamingju, þetta var líklega besti leikur okkar í mótinu. En á móti eins sterku liði og Frökkum þá má maður ekki gera mistök,“ sagði Zlatko Dalic.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.