Fótbolti

Pelé hótar því að byrja aftur ef Mbappé heldur áfram að bæta metin hans

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pelé skoraði tvö í úrslitaleiknum á móti Svíþjóð árið 1958.
Pelé skoraði tvö í úrslitaleiknum á móti Svíþjóð árið 1958. vísir/getty

Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í gær aðeins annar táningurinn í sögunni sem skorar mark í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í fótbolta en hann skoraði fjórða mark Frakka í 4-2 sigri á Króatíu.

Eini maðurinn sem hafði komið í boltanum í netið í úrslitaleik HM fyrir tvítugt var brasilíska goðsögnin Pelé. Hann skoraði tvö mörk í úrslitaleik á móti Svíþjóð í Svíþjóð árið 1958.

Pelé var á þeim tíma yngsti maðurinn til að spila á HM og á enn þá metið yfir yngsta manninn sem skorað hefur þrennu á HM en hann var þarna 17 ára gamall og skoraði þrennu í undanúrslitum á móti Frakklandi.Pelé var útnefndur besti ungi leikmaður HM 1958 en sömu viðurkenningu fékk Mbappé í gær. Luka Modric var útnefndur besti leikmaður HM en Pelé fékk þann titil á HM 1970 þar sem að hann vann heimsmeistaratitilinn með Brasilíu í þriðja sinn.

Brasilíska goðsögnin grínaðist með gæði Mbappé í gær en hann skellti sér á Twitter eftir að Frakkinn skoraði í úrslitaleiknum og sagði: „Ef Kylian heldur áfram að jafna metin mín neyðist ég til að dusta rykið af skónum mínum.“

Pelé er 77 ára gamall og lagði skóna á hilluna fyrir 41 ári síðan en það er aldrei að vita hvort sömu töfrarnir leynast ekki í gömlu skónum hans.


Tengdar fréttir

Frakkar Heimsmeistarar í annað sinn

Frakkar eru Heimsmeistarar í knattspyrnu eftir 4-2 sigur á Króötum í mögnuðum úrslitaleik í Moskvu þar sem Pogba, Mbappe og Griezmann skoruðu allir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.