Fótbolti

Ronaldo átti bestu einstöku frammistöðuna á HM

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo skoraði fjögur mörk á HM í Rússlandi
Ronaldo skoraði fjögur mörk á HM í Rússlandi Vísir/getty

Cristiano Ronaldo átti bestu einstöku frammistöðuna á HM í Rússlandi miðað við tölfræði WhoScored.com. Frammistaða Nígeríumannsins Ahmed Musa gegn Íslandi kemst inn á topp 10 listann.

SkySports tók saman tölfræðigögn frá WhoScored.com og setti upp lista yfir 10 bestu einstaklingsframmistöðurnar í einstaka leikjum á HM í Rússlandi.

Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik sínum á mótinu gegn Spánverjum. Hann fékk 9,83 í tölfræðieinkum í leiknum, þá bestu sem einstaka leikmaður náði á mótinu. Hann skoraði úr þremur af fjórum skotum sínum á markið, átti eina lykilsendingu og vann fimm skallaeinvígi. Það þarf því engan að undra að hann var valinn maður leiksins í þessum leik.

Næst bestu frammistöðuna átti Aleksandr Golovin í opnunarleik HM, leik Rússa og Sádi-Araba, þar sem hann gaf tvær stoðsendingar og skoraði eitt mark sjálfur. Harry Kane var í þriðja sæti fyrir leik sinn gegn Panama þar sem hann skoraði þrennu.

Heimsmeistarar Frakka eiga bara einn fulltrúa á listanum, ungstirnið Kylian Mbappe. Hinn 19 ára Mbappe, sem var valinn besti ungi leikmaður mótsins, var frábær í 16-liða úrslitunum gegn Argentínu og var frammistaða hans í þeim leik sú fjórða besta á mótinu.

Í sjöunda sæti listans situr Ahmed Musa fyrir frammistöðu sína gegn Íslandi í riðlakeppninni. Musa skoraði bæði mörkin í leiknum úr þremur skotum og fékk 9,54 í einkunn.

Alla samantekt SkySports má lesa hér.

Bestu frammistöður einstaklings á HM 2018:
1. Cristiano Ronaldo á móti Spáni
2. Aleksandr Golovin á móti Sádi-Arabíu
3. Harry Kane á móti Panama
4. Kylian Mbappe á móti Argentínu
5. Jose Gimenez á móti Egyptalandi
6. Isco á móti Marokkó
7. Ahmed Musa á móti Íslandi
8. Neymar á móti Serbíu
9. Willian á móti Mexíkó
10. Eden Hazard á móti TúnisAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.