Innlent

Farþegar þurftu að bíða í vél Icelandair í tæplega fimm tíma í Osló

Birgir Olgeirsson skrifar
Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Farþegar Icelandair á leið frá Noregi til Íslands þurftu að sitja í tæpar fimm klukkustundir í farþegaþotu flugfélagsins á Gardermoen-flugvellinum í Osló í dag. Farþegarnir fengu þau svör frá áhöfninni að framhjól vélarinnar væri í ólagi og þurfti að skipta um það. Enginn flugvirki á vegum Icelandair var á svæðinu og þurfti því að útvega flugvirkja frá öðru flugfélagi til að laga vélina.

Þegar vélinni var svo loksins lent á Keflavíkurflugvelli eftir rúmlega tveggja og hálfs tíma flug frá Osló tilkynnti flugstjórinn farþegunum að honum þætti leitt að þurfa að færa þeim slæmar fregnir á ný.

Þannig var mál með vexti að landgangurinn sem flugvélin átti að tengjast var bilaður og leist farþegum ekki á blikuna eftir að hafa þurft að bíða lengi eftir að komast frá Osló. Biðin var þó ekki ýkja löng og komust farþegarnir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á sjöunda tímanum í dag. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.