Innlent

Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir króna

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ráðið til sín alls 24 aðstoðarmenn síðan hún tók til starfa en nú eru 22 starfandi. fréttablaðið/ernir

Áætlaður árlegur kostnaður við aðstoðarmenn ráðherra og annað aðstoðarfólk er 427 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins.

Sigmundur spurði hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hefðu ráðið án auglýsingar frá því að ríkisstjórnin tók til starfa. Kom fram að alls hefðu 24 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar verið ráðnir á grundvelli laga um Stjórnarráð Íslands. Nú séu starfandi alls 22 aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnar.

Jafnframt spurði Sigmundur hvort að aðstoðarmenn hefðu áður verið fleiri en nú. Ekki er annað að skilja á svarinu en að svo sé ekki þar sem árið 2017 hafi 20 aðstoðarmenn verið að störfum þegar mest var og er það næstmesti fjöldi aðstoðarmanna sem verið hefur.

Segir í svarinu að samkvæmt lagaheimildum og miðað við núverandi fjölda ráðherra í ríkisstjórn sé hámarksfjöldi aðstoðarmanna 25. Ríkisstjórn má því ráða þrjá aðstoðarmenn til viðbótar hugnist henni það.

Nánar má lesa um fyrirspurn Sigmundar Davíðs og svar forsætisráðherra hér


Tengdar fréttir

Hildur aðstoðar Þórdísi Kolbrúnu

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ráðið Hildi Sverrisdóttur sem aðstoðarmann sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.