Innlent

Lára Björg nýr upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lára Björg verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefur þegar störf.
Lára Björg verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefur þegar störf. Forsætisráðuneytið
Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Lára Björg verður með aðsetur í forsætisráðuneytinu og hefur þegar störf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá foræstisráðuneytinu.

Lára Björg er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Undanfarin ár hefur hún starfað við almannatengsl og ráðgjöf, fyrst hjá KOM almannatengslum og síðar hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki, Suðvestur. 

Þá starfaði hún í utanríkisráðuneytinu og hjá fastanefnd Íslands hjá NATO á árunum 2002-2006. Hún var sérfræðingur í Landsbanka Íslands á árunum 2007-2009 og starfaði sem blaðamaður á Nýju lífi, Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu.

Lára Björg er gift Tryggva Tryggvasyni, viðskiptafræðingi, og eiga þau fjögur börn.

Sigurður Már Jónsson starfaði sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar frá 2013 en ákveð að stíga til hliðar í kjölfar síðustu kosninga. Sagðist Sigurður vijla gefa nýjum forsætisráðherra, Katrínu Jakobsdóttur, svigrúm til að manna nýjar stöður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×