Fótbolti

Ungir drengir endurgerðu úrslitaleik HM | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
VÍTI!
VÍTI!

Frakkar urðu heimsmeistarar í fótbolta á sunnudaginn þegar að þeir lögðu Króatíu í úrslitaleik, 4-2. Með því lauk einu besta heimsmeistaramóti sögunnar en Frakkar unnu þar sinn annan heimsmeistaratitil.

Rússneskir drengir voru fengnir til að endurgera úrslitaleikinn fyrir sjónvarpsstöðina RT í Rússlandi og verður að segja að þeim tókst frábærlega til.

Þeir léku eftir öll mörkin og vítaspyrnudóminn umdeilda sem kom til eftir að argentínski dómarinn Néstor Pitana fór yfir atvikið á myndbandi.

Hér að neðan má sjá þetta skemmtilega myndband þar sem drengirnir ungu endurgera úrslitaleik HM 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.