Fótbolti

Sjáðu peppræðu Pogba: „Ég vil að franska þjóðin muni eftir þessum degi“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pogba messar yfir félögum sínum.
Pogba messar yfir félögum sínum.

Paul Pogba, leikmaður franska landsliðsins í fótbolta, varð heimsmeistari með félögum sínum á sunnudaginn þegar að liðið vann Króatíu í úrslitaleik, 4-2.

Þetta er annar heimsmeistaratitill Frakka í sögunni en það lyfti síðast Jules Rimet-styttunni fyrir 20 árum eftir sigur á Brasilíu í úrslitaleik á heimavelli.

Pogba hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir spilamennsku sína með Manchester United en hann fékk nánast bara lof fyrir það sem hann gerði með franska liðinu á HM í Rússlandi.

Miðjumaðurinn öflugi virðist ekki bara hafa verið lykilmaður innan vallar heldur líka utan vallar eins og sést í myndbroti innan úr klefa franska liðsins.

Þar heldur Pogba mikla ræðu um mikilvægi leiksins og það sem að hann vill sjá frá liðsfélögum sínum í leiknum.

„Við erum einum leik frá sögubókunum. Ég vil að öll franska þjóðin muni eftir þessum degi, börn hennar og barnabörn. Ég vil að við lifum í minningum þeirra að eilífu. Ég vil að við verðum stríðsmenn og ég vil sjá gleðitár. Koma svo!“ segir Pogba í ræðunni sem má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.