Pia í skýjunum með Íslandsferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 08:23 Pia Kjærsgaard segir að það hafi verið sönn ánægja að hitta Vigdísi Finnbogadóttur. Pia Kjærsgaard Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. Hátíðarhöldin mörkuðust öðru fremur af dræmri mætingu og mótmælum. Til að mynda sniðgengu Píratar fundinn með öllu vegna þátttöku hinnar umdeildu Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, yfirgaf hátíðarsvæðið undir ræðu Kjærsgaard, sem flutti ávarp fyrir hönd danska þingsins. Þá setti lítill hópur mótmælenda svip sinn á hátíðarhöldin en reglulega mátti heyra hróp og ýlfur í gjallarhorni meðan á fundinum stóð.Sjá einnig: Hvatti Pírata til að láta Píu „fá það óþvegið“Þetta virðist þó ekki hafa slegið Kjærsgaard út af laginu. Í færslu sinni á Facebook minnist þingforsetinn ekki orði á fyrrnefnd mótmæli. Þess í stað leggur hún áherslu á náttúrufegurð Íslands og hvernig hún hefur eflaust verið innblástur fyrir margar sögur um dularfullar verur. Þá þykir henni einnig mikið til aldurs Alþingis koma og segist hún ánægð með að hafa fengið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem var viðstödd fundinn. Svo mörg voru þau orð. Hátíðarþingfundurinn hefur ekki vakið teljandi athygli í Danmörku ef marka má umfjallanir danskra miðla. Ein grein hefur birst í Politiken um málið, sem Avisen hefur skrifað stutta frétt upp úr.Færslu Kjærsgaard má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. Hátíðarhöldin mörkuðust öðru fremur af dræmri mætingu og mótmælum. Til að mynda sniðgengu Píratar fundinn með öllu vegna þátttöku hinnar umdeildu Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, yfirgaf hátíðarsvæðið undir ræðu Kjærsgaard, sem flutti ávarp fyrir hönd danska þingsins. Þá setti lítill hópur mótmælenda svip sinn á hátíðarhöldin en reglulega mátti heyra hróp og ýlfur í gjallarhorni meðan á fundinum stóð.Sjá einnig: Hvatti Pírata til að láta Píu „fá það óþvegið“Þetta virðist þó ekki hafa slegið Kjærsgaard út af laginu. Í færslu sinni á Facebook minnist þingforsetinn ekki orði á fyrrnefnd mótmæli. Þess í stað leggur hún áherslu á náttúrufegurð Íslands og hvernig hún hefur eflaust verið innblástur fyrir margar sögur um dularfullar verur. Þá þykir henni einnig mikið til aldurs Alþingis koma og segist hún ánægð með að hafa fengið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem var viðstödd fundinn. Svo mörg voru þau orð. Hátíðarþingfundurinn hefur ekki vakið teljandi athygli í Danmörku ef marka má umfjallanir danskra miðla. Ein grein hefur birst í Politiken um málið, sem Avisen hefur skrifað stutta frétt upp úr.Færslu Kjærsgaard má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35