Pia í skýjunum með Íslandsferðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. júlí 2018 08:23 Pia Kjærsgaard segir að það hafi verið sönn ánægja að hitta Vigdísi Finnbogadóttur. Pia Kjærsgaard Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. Hátíðarhöldin mörkuðust öðru fremur af dræmri mætingu og mótmælum. Til að mynda sniðgengu Píratar fundinn með öllu vegna þátttöku hinnar umdeildu Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, yfirgaf hátíðarsvæðið undir ræðu Kjærsgaard, sem flutti ávarp fyrir hönd danska þingsins. Þá setti lítill hópur mótmælenda svip sinn á hátíðarhöldin en reglulega mátti heyra hróp og ýlfur í gjallarhorni meðan á fundinum stóð.Sjá einnig: Hvatti Pírata til að láta Píu „fá það óþvegið“Þetta virðist þó ekki hafa slegið Kjærsgaard út af laginu. Í færslu sinni á Facebook minnist þingforsetinn ekki orði á fyrrnefnd mótmæli. Þess í stað leggur hún áherslu á náttúrufegurð Íslands og hvernig hún hefur eflaust verið innblástur fyrir margar sögur um dularfullar verur. Þá þykir henni einnig mikið til aldurs Alþingis koma og segist hún ánægð með að hafa fengið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem var viðstödd fundinn. Svo mörg voru þau orð. Hátíðarþingfundurinn hefur ekki vakið teljandi athygli í Danmörku ef marka má umfjallanir danskra miðla. Ein grein hefur birst í Politiken um málið, sem Avisen hefur skrifað stutta frétt upp úr.Færslu Kjærsgaard má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, segist vera stolt að hafa fengið að taka þátt í hátíðarþingfundinum, sem haldinn var á Þingvöllum í gær í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslendinga. Hátíðarhöldin mörkuðust öðru fremur af dræmri mætingu og mótmælum. Til að mynda sniðgengu Píratar fundinn með öllu vegna þátttöku hinnar umdeildu Kjærsgaard og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, yfirgaf hátíðarsvæðið undir ræðu Kjærsgaard, sem flutti ávarp fyrir hönd danska þingsins. Þá setti lítill hópur mótmælenda svip sinn á hátíðarhöldin en reglulega mátti heyra hróp og ýlfur í gjallarhorni meðan á fundinum stóð.Sjá einnig: Hvatti Pírata til að láta Píu „fá það óþvegið“Þetta virðist þó ekki hafa slegið Kjærsgaard út af laginu. Í færslu sinni á Facebook minnist þingforsetinn ekki orði á fyrrnefnd mótmæli. Þess í stað leggur hún áherslu á náttúrufegurð Íslands og hvernig hún hefur eflaust verið innblástur fyrir margar sögur um dularfullar verur. Þá þykir henni einnig mikið til aldurs Alþingis koma og segist hún ánægð með að hafa fengið að hitta Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, sem var viðstödd fundinn. Svo mörg voru þau orð. Hátíðarþingfundurinn hefur ekki vakið teljandi athygli í Danmörku ef marka má umfjallanir danskra miðla. Ein grein hefur birst í Politiken um málið, sem Avisen hefur skrifað stutta frétt upp úr.Færslu Kjærsgaard má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13 Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27 Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35 Mest lesið Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Þurfa nýtt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar fyrir lok september Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Sjá meira
Píratar sniðganga hátíðarfund Alþingis vegna Piu Þingmenn Pírata sjá engan annan kost en að sniðganga hátíðarfund Alþingis. 18. júlí 2018 12:13
Þórhildur Sunna um ávarp Piu Kjærsgaard: „Ég var bara andvaka yfir þessu í nótt“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. 18. júlí 2018 13:27
Hvatti Pírata til að láta Piu „fá það óþvegið“ Einar Brynjólfsson, fulltrúi Pírata í nefnd sem sá um undirbúning fullveldisafmælisins, segist hafa hvatt samflokksmenn sína til að vera viðstadda hátíðarþingfundinn á Þingvöllum í gær. 19. júlí 2018 07:35