Fótbolti

Tabarez áhyggjufullur yfir meiðslum Cavani

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Cristiano Ronaldo styður Edison Cavani á leið af leikvelli í gær
Cristiano Ronaldo styður Edison Cavani á leið af leikvelli í gær víris/getty
Edinson Cavani var hetja Úrúgvæ í gær þegar hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Portúgal í 16-liða úrslitum á HM. Landsliðsþjálfarinn Oscar Tabarez hefur áhyggjur af ástandi Cavani, en hann þurfti að fara meiddur af velli.

Cavani fór haltrandi af leikvelli á 74. mínútu leiksins eftir að hafa tvisvar komið Úrúgvæ yfir í leiknum.

„Í augnablikinu erum við aðeins með smá áhyggjur en við vitum ekki hversu alvarleg meiðslin eru,“ sagði Tabarez eftir leikinn en óttast er að Cavani hafi meiðst aftan í læri og þá er mótið líklega búið hjá framherjanum.

Cavani sagði sjálfur að hann voni að verkirnir séu ekki vegna meiðsla.

„Ég fann fyrir einhverju og verkurinn fór ekki. Ég vona að ég verði leikfær og ég mun reyna allt sem ég get til þess að geta verið á vellinum með liðsfélögunum,“ sagði Cavani.

Úrúgvæ mætir Frakklandi í 8-liða úrslitum næstkomandi föstudag.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×