Tölfræðin segir að De Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2018 10:30 David de Gea. Vísir/Getty David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
David de Gea og félagar í spænska fótboltalandsliðinu eru á heimleið í dag eftir að liðið datt út úr sextán liða úrslitum keppninnar í gær. Þetta var döpur heimsmeistarakeppni fyrir spænska landsliðið en hún var alveg skelfileg fyrir markvörð Manchester United sem var fyrir HM talinn vera einn besti markvörður heims. Frammistaða hans á HM í Rússlandi fær eflaust marga knattspyrnuspekinga til að endurskoða það mat sitt en var hún sögulega léleg. David de Gea hefur verið betri en enginn í marki Manchester United síðustu ár og er án vafa búinn að vera besti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin tímabil. Þess vegna skilja svo fáir hvernig hann spilaði á HM í Rússlandi. Tölfræðilega er hægt að halda því fram að David de Gea sé lélegasti markvörðurinn í sögu HM eins og sjá má í þessari staðreynd á Twitter-síðu spænska stórblaðsins Marca.4 games. 7shots. 6goals conceded. 1save. Not since 1966 has a goalkeeper made fewer saves in a #WorldCup. Yet it is the record of David de Gea.https://t.co/HXWOiGU7d5pic.twitter.com/leGfopfyLU — MARCA in English (@MARCAinENGLISH) July 2, 2018 David de Gea fékk á sig sex mörk í keppninni og varði ekki nema eitt skot. Síðan að menn fóru að halda utan um varin skot á HM árið 1966 hefur enginn markvörður varið svona fá skot í einni heimsmeistarakeppni. Í viðbót við það þá skoruðu Rússar úr öllum fjórum vítaspyrnunum á móti honum í vítakeppninni í gær á meðan kollegi hans í rússneska markinu, Igor Akinfeev, varði tvær spyrnur Spánverja. David de Gea varði því í raun aðeins 1 af 11 skotum sem komu á hann á HM í Rússlandi. Eitt af ellefu skotum gera 9 prósent markvörslu hjá þessum virta markverði.David de Gea.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira