Fótbolti

Rússneska mínútan: Lada Samara sérstaklega glæsileg á þessum árstíma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Henry og Ladan glæsilega
Henry og Ladan glæsilega S2 Sport
Rússland er stórt land og þar er að finna mjög fjölbreytt fólk. Fjölbreyttum hópi fólks fylgir fjölbreyttur bílafloti.

Henry Birgir Gunnarsson fór á stúfana í Rússlandi og kannaði hversu víð bílaflóra Rússanna væri. Hann fann gamla Lödu sem hann heillaðist af, miðklassa Toyota og BMW jappa.

„1970-og-eitthvað, jafnvel sextíu-og-eitthvað, Samara. Sérstaklega glæsileg á þessum árstíma. Þetta er alvöru bíll.“

Rússneska mínútan er fastur liður í Sumarmessunni á Stöð 2 Sport. Sumarmessan er á dagskrá klukkan 21:00 að kvöldi hvers leikdags á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×