Fótbolti

Þjálfari Kólumbíu ósáttur með Englendinga og segir Kane hafa dýft sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pekerman á hliðarlínunni í gær.
Pekerman á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Jose Pekerman, þjálfari Kólumbíu, er óánægður með leikmenn enska landsliðsins í leik liðanna í 16-liða úrslitunum á HM í gærkvöldi.

Leikurinn var afar dramatískur og réðust úrslitin ekki fyrr en í vítaspyrnukeppni þar sem England hafði betur eftir að Kólumbía klúðraði tveimur vítum.

Mikill hiti var í leiknum og alls fóru átta gul spjöld á loft í leiknum en utan þess hafði dómari leiksins, Mark Geiger, í nógu að snúast.

Enska landsliðið komst yfir með marki úr vítaspyrnu Harry Kane en Kane fékk sjálfur vítið eftir að brotið var á honum eftir horn. Pekerman var ekki sáttur.

„Leikmenn detta í vítateignum. Þeir rekast saman og detta. Þú verður að reyna standa í lappirnar og sjá í gegnum þetta hjá ákveðnum leikmönnum. Þetta eru aðstæður sem ættu ekki að sjást í nútíma fótbolta,” sagði Pekerman brjálaður.

Hann bætti við að nú verði dómararnir líklega meira með augun á Englendingunum í átta liða úrslitunum gegn Svíþjóð en eitt er víst og það er að England er komið í átta liða úrslitin.


Tengdar fréttir

Englendingar unnu loks í vítaspyrnukeppni

Englendingar unnu vítaspyrnukeppni á HM í fyrsta skipti í sögunni og unnu leik í útsláttarkeppni í fyrsta skipti í tólf ár þegar þeir mættu Kólumbíu í 16-liða úrslitum á HM í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×