Fótbolti

Mestar líkur á að þessi fjögur lið komist í undanúrslitin á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar og Coutinho fagna sigri á Mexíkó.
Neymar og Coutinho fagna sigri á Mexíkó. Vísir/Getty
Síðustu leikir sextán liða úrslitanna á HM í fótbolta í Rússlandi fóru fram í gær og voru England og Svíþjóð þá tvær síðustu þjóðirnar til að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum.

Áður höfðu Úrúgvæ, Frakkland, Brasilía, Belgía, Rússland og Króatía tryggt sér sinn farseðil.

Tölfræðingar ESPN hafa nú reiknað út sigurlíkur þjóðanna í átta liða úrslitunum. Það kemur fram að mestar líkur séu á því að Frakkland, Brasilía, Króatía og England fari áfram í undanúrslitaleikina.

Sigurlíkur allra þjóðanna átta má sjá hér fyrir neðan.  Brasilíumenn eru efstir en 64 prósent líkur eru á því að þeir vinni Belga og komist í undanúrslit á móti annaðhvort Úrúgvæ eða Frakklandi.

Næstu koma Englendingar með 62 prósent sigurlíkur á móti Svíþjóð og svo Frakkar með 62 prósent sigurlíkur á móti Úrúgvæ. Sigurleikur Króata á móti Rússum eru síðan 61 prósent.







Átta liða úrslitin fara fram á föstudag og laugardaginn kemur. Á föstudaginn mætast Úrúgvæ og Frakklandi klukkan tvö og svo Brasilía og Belgía klukkan sex. Á laugardaginn mætast Svíþjóð og England klukkan tvö og svo Rússland og Króatía klukkan sex.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×