Hvað vitum við um Qarabag? Anton Ingi Leifsson skrifar 4. júlí 2018 17:15 Hannes með búninginn, númer eitt. vísir/twitter-síða Hannesar Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir Qarabag frá Aserbaídsjan í gær en hann kemur til liðsins frá danska félaginu Randers. Hannes hefur varið mark íslenska landsliðsins undanfarin ár en hvað vitum við um þetta lið, Qarabag? Liðið hefur unnið deildina í Aserbaídsjan fimm ár í röð. Þeir unnu deildina í fyrra með sextán stigum og eru lang stærsta liðið um þessar mundir í Aserbaídsjan eftir að hafa tekið fram úr Neftci Bakú. Þjálfarinn er frá Aserbaídsjan. Hann heitir Gurban Gurbanov en hann hefur þjálfað liðið frá því 2008. Hann tók einnig við þjálfun landsliðs Aserbaídsjan í fyrra en hann á tæptan tuttugu ára feril sem leikmaður í heimalandinu. Goðsögn. Í fyrra sló Qarabag út FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar var liðið með Atletico Madrid, Chelsea og Roma í riðli en liðið öðlaðist ekki bara þáttökurétt í Meistaradeildinni heldur einnig gífurlegir fjármunir.Úr síðari leik Qarabag gegn Atletico Madrid á síðustu leiktíð. Leikurinn endaði með jafntefli.vísir/gettyÞeir töpuðu báðum leikjunum gegn Roma og Chelsea en náðu jafntefli í báðum leikjunum gegn Atletico Madrid sem gerði það að verkum að Atletico fór ekki áfram. Markalaust jafntefli í Aserbaídsjan og 1-1 á Spáni. Nú er liðið í svipaðri stöðu. Liðið mætir Olimpija í forkeppni Meistaradeildarinnar en Olimpija er frá Slóveníu. Fari liðið í gegnum þá tvo leiki spila þeir aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í samtali við Fótbolta.net sagði þó Hannes að hann verði ekki klár í fyrri leikinn vegna meiðsla en hann var einnig tæpur vegna þessa sömu meiðsla er hann lék með Íslandi á HM.Ólympíuleikvangurinn í Bakú er rosalegt mannvirki. Hér gæti Hannes spilað á komandi leiktíð.Liðið spilar deildarleiki sína á Azersun-leikvanginum sem tekur 5800 manns í sæti. Leikvangurinn opnaði 2015 og hefur liðið spilað þar síðan en þegar liðið spilar „stærri“ leiki færa þeir sig yfir til Bakú. Þar spila þeir á Ólympíuleikvanginum í Bakú sem tekur tæplega 70 þúsund manns. Rétt rúmlega 67 þúsund áhorfendur mættu á leik liðsins gegn Róma síðasta vetur og það gæti verið frábær upplifun fyrir Hannes fái hann svipaðan leik í vetur. Leikmannahópurinn er að mestu leyti byggður upp á leikmönnum frá Aserbaídsjan en þó eru leikmenn frá öðrum löndum; til að mynda Frakklandi, Spáni og Króatíu. í jafnteflinu gegn Atletico Madrid á útivelli spiluðu leikmenn frá sjö þjóðernum. Það er ljóst að Hannes er að fara í risaklúbb. Félagið leggur mikið upp úr Evrópukeppnum og það er vonandi að liðið slái út Olimpija svo við sjáum Hannes í Meistaradeildinni í vetur.A new adventure with @FKQarabaghEN Exciting times ahead! pic.twitter.com/7ggcNuUxlt— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) July 4, 2018 Fótbolti Tengdar fréttir Hannes orðinn leikmaður Qarabag Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er genginn til liðs við aserska liðið Qarabag. Umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, staðfesti þetta við Fótbolta.net í kvöld. 3. júlí 2018 20:07 Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Eiga enn eftir að læra nafnið hans Hannesar Hannes Þór Halldórsson samdi í gær við aserska félagið Qarabag og spilar nú með félagið sem hefur sett stefnuna á það að spila annað árið í röð í Meistaradeildinni. 4. júlí 2018 10:15 Hannes á leið til meistaranna í Aserbaídsjan Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, er á leiðinni til Qarabag í Aserbaídsjan en fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 3. júlí 2018 12:19 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson gekk í raðir Qarabag frá Aserbaídsjan í gær en hann kemur til liðsins frá danska félaginu Randers. Hannes hefur varið mark íslenska landsliðsins undanfarin ár en hvað vitum við um þetta lið, Qarabag? Liðið hefur unnið deildina í Aserbaídsjan fimm ár í röð. Þeir unnu deildina í fyrra með sextán stigum og eru lang stærsta liðið um þessar mundir í Aserbaídsjan eftir að hafa tekið fram úr Neftci Bakú. Þjálfarinn er frá Aserbaídsjan. Hann heitir Gurban Gurbanov en hann hefur þjálfað liðið frá því 2008. Hann tók einnig við þjálfun landsliðs Aserbaídsjan í fyrra en hann á tæptan tuttugu ára feril sem leikmaður í heimalandinu. Goðsögn. Í fyrra sló Qarabag út FCK í forkeppni Meistaradeildar Evrópu og tryggði sér þar með sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þar var liðið með Atletico Madrid, Chelsea og Roma í riðli en liðið öðlaðist ekki bara þáttökurétt í Meistaradeildinni heldur einnig gífurlegir fjármunir.Úr síðari leik Qarabag gegn Atletico Madrid á síðustu leiktíð. Leikurinn endaði með jafntefli.vísir/gettyÞeir töpuðu báðum leikjunum gegn Roma og Chelsea en náðu jafntefli í báðum leikjunum gegn Atletico Madrid sem gerði það að verkum að Atletico fór ekki áfram. Markalaust jafntefli í Aserbaídsjan og 1-1 á Spáni. Nú er liðið í svipaðri stöðu. Liðið mætir Olimpija í forkeppni Meistaradeildarinnar en Olimpija er frá Slóveníu. Fari liðið í gegnum þá tvo leiki spila þeir aftur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Í samtali við Fótbolta.net sagði þó Hannes að hann verði ekki klár í fyrri leikinn vegna meiðsla en hann var einnig tæpur vegna þessa sömu meiðsla er hann lék með Íslandi á HM.Ólympíuleikvangurinn í Bakú er rosalegt mannvirki. Hér gæti Hannes spilað á komandi leiktíð.Liðið spilar deildarleiki sína á Azersun-leikvanginum sem tekur 5800 manns í sæti. Leikvangurinn opnaði 2015 og hefur liðið spilað þar síðan en þegar liðið spilar „stærri“ leiki færa þeir sig yfir til Bakú. Þar spila þeir á Ólympíuleikvanginum í Bakú sem tekur tæplega 70 þúsund manns. Rétt rúmlega 67 þúsund áhorfendur mættu á leik liðsins gegn Róma síðasta vetur og það gæti verið frábær upplifun fyrir Hannes fái hann svipaðan leik í vetur. Leikmannahópurinn er að mestu leyti byggður upp á leikmönnum frá Aserbaídsjan en þó eru leikmenn frá öðrum löndum; til að mynda Frakklandi, Spáni og Króatíu. í jafnteflinu gegn Atletico Madrid á útivelli spiluðu leikmenn frá sjö þjóðernum. Það er ljóst að Hannes er að fara í risaklúbb. Félagið leggur mikið upp úr Evrópukeppnum og það er vonandi að liðið slái út Olimpija svo við sjáum Hannes í Meistaradeildinni í vetur.A new adventure with @FKQarabaghEN Exciting times ahead! pic.twitter.com/7ggcNuUxlt— Hannes Halldórsson (@hanneshalldors) July 4, 2018
Fótbolti Tengdar fréttir Hannes orðinn leikmaður Qarabag Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er genginn til liðs við aserska liðið Qarabag. Umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, staðfesti þetta við Fótbolta.net í kvöld. 3. júlí 2018 20:07 Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00 Eiga enn eftir að læra nafnið hans Hannesar Hannes Þór Halldórsson samdi í gær við aserska félagið Qarabag og spilar nú með félagið sem hefur sett stefnuna á það að spila annað árið í röð í Meistaradeildinni. 4. júlí 2018 10:15 Hannes á leið til meistaranna í Aserbaídsjan Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, er á leiðinni til Qarabag í Aserbaídsjan en fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 3. júlí 2018 12:19 Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns Sjá meira
Hannes orðinn leikmaður Qarabag Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er genginn til liðs við aserska liðið Qarabag. Umboðsmaður hans, Ólafur Garðarsson, staðfesti þetta við Fótbolta.net í kvöld. 3. júlí 2018 20:07
Hannes: Besti möguleikinn fyrir mig til að spila í Meistaradeildinni Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er búinn að semja við lið Qarabag frá Aserbaídsjan og dreymir nú um að fá að spila í Meistaradeildinni með félaginu. 4. júlí 2018 10:00
Eiga enn eftir að læra nafnið hans Hannesar Hannes Þór Halldórsson samdi í gær við aserska félagið Qarabag og spilar nú með félagið sem hefur sett stefnuna á það að spila annað árið í röð í Meistaradeildinni. 4. júlí 2018 10:15
Hannes á leið til meistaranna í Aserbaídsjan Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður, er á leiðinni til Qarabag í Aserbaídsjan en fótbolti.net greinir frá þessu í dag. 3. júlí 2018 12:19
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn