Fótbolti

Henderson: Pickford á inni hjá mér það sem eftir er

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Liðsfélagarnir hughreysta Henderson
Liðsfélagarnir hughreysta Henderson víris/getty
Jordan Henderson segir nafna sinn Jordan Pickford eiga inni hjá sér það sem eftir er fyrir að verja vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni Englendinga og Kólumbíu. Henderson misnotaði sína spyrnu í keppninni.

David Ospina varði vítaspyrnu Henderson en Kólumbíumenn misnotuðu tvær spyrnur, þar varði Pickford aðra spyrnuna frá Carlos Bacca.

Henderson og Pickford, sem báðir eru frá Sunderland, féllust í faðma í leikslok.

„Jesús, ég bjargaði þér vinur,“ sagði Pickford við Henderson sem sagðist eiga inni hjá markverðinum það sem eftir er.

Liðsfélagar Henderson í landsliðinu hughreystu hann eftir vítaspyrnuna og sagði hann það einkennandi fyrir andann í liðinu.

„Við erum mjög nánir, ég held það sjáist. Það er erfitt að klikka á víti, það er ekkert sem getur látið manni líða betur. En þetta snýst ekki um mig og skiptir ekki máli núna,“ sagði Jordan Henderson.

England mætir Svíþjóð í 8-liða úrslitum á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×