Tónlist

Ódýrustu miðarnir á 19 þúsund og þeir dýrustu á 50 þúsund

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir byrjuðu að túra árið 2016 og hefur túrinn þegar rakað inn um 475 milljónum dollara.
Gítargoðsögnin Slash og leðurbarkinn Axl Rose á tónleikum í Madison Square Garden í fyrra. Þeir byrjuðu að túra árið 2016 og hefur túrinn þegar rakað inn um 475 milljónum dollara. Vísir/getty
Miðasala á Guns N’ Roses  hefst þann 1. maí 2018 klukkan tíu fyrir hádegi en þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnun tónleikanna.

Áskrifendur að póstlista Solstice Production fá hins vegar forskot á sæluna, fyrir þá opnar miðasala laugardaginn 28. april kl. 14. Miðar verða seldir á vefsíðunni show.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á áskrifendalista Solstice.

Laugardalsvelli verður hólfaskipt, ekki ólíkt því sem knattspyrnuáhorfendur þekkja frá landsleikjum. Vellinum sjálfum verður skipt í tvö hólf. Sérstakt gólf verður lagt á sem verndar grasið.

Hliðin á völlinn verða opnuð kl. 17 á tónleikadaginn, þann 24. júlí, og þeir sem mæta fyrst komast nær sviðinu ef um er ræða miða í stæði.

Hægt verður að kaupa allt að 10 miða í einu. Upphitunarhljómsveitin Tyler Bryant & The Shakedown fylgir Guns N’ Roses á tónleikaferð sinni um Evrópu í sumar og spilar sveitin  einnig á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur tónleikanna vinna einnig að því að staðfesta íslenska hljómsveit sem kemur til með að hita upp.

Miðaverð verða sem hér segir:

Stæði (á vellinum sjálfum): 18.900 krónur

Stúka í hólfum D, C, B, A, R, S, T: 29.900 krónur

Stúka í hólfum G, F, E, N, O, P: 39.900 krónur

Stúka í hólfum H, L, M: 49.900 krónur






Fleiri fréttir

Sjá meira


×