John Stones: Kólumbía er óheiðarlegasta liðið sem ég hef spilað á móti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 17:00 John Stones fagnar sigri með félögum sínum í enska landsliðinu. Vísir/Getty Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira
Enski landsliðsmaðurinn John Stones hrósaði liðsfélögum sínum fyrir að halda haus í leiknum á móti Kólumbíu í sextán liða úrslitunum en Kólumbíumenn reyndu hvað eftir annað að reyna að ná ensku landsliðsmönnunum upp. Enska liðið vann á endanum 4-3 sigur í vítakeppni og mætir því Svíþjóð í átta liða úrslitum á laugardaginn. Það gekk mikið á í leiknum og það leit út eins og Kólumbíumenn létu öllum illum látum inn á vellinum. Wilmar Barrios skallaði Jordan Henderson í kassann og hökuna og kólumbísku leikmenninir hópuðust að dómurum næstum því við hvert flaut.England's John Stones says Colombia are the "dirtiest" team he's ever played against #CapitalReportspic.twitter.com/IySQU5mvgZ — Capital NE News (@CapitalNENews) July 5, 2018 „Þetta var svo skrýtinn leikur. Ég var þarna líklega að mæta óheiðarlegasta fótboltaliði sem ég hef spilað á móti. Þegar við fengum vítið þá umkringdu þeir dómarann og hrintu honum. Það sáu allir þegar Jordan var skallaður. Þeir reyndu að skemma vítapunktinn. Svo voru fullt af atvikum í burtu frá boltanum sem þið hafið líka heyrt af,“ sagði John Stones á blaðamannafundi. „Þetta eru allti hlutir sem þú ert ekki vanur að sjá eða heyra í fótboltaleik. Við sýndum mikinn karakter með því að halda haus og halda ró okkar. Við létum þá ekki soga okkur inn í sinn leik,“ sagði Stones og bætti við: „Þegar þú mætir liði sem vill bara slást og trufla þitt mómentum þá kemur það stundum fyrir þig að þú dregst með inn í þann pakka. Það vildu þeir líka að gerðist í þessum leik,“ sagði Stones. „Við héldum okkar leikplani og héldum áfram að spila okkar fótbolta. Það er góð skilaboð um að okkar lið búi yfir þeim gæðum að geta haldið okkar striki þótt svona hlutir séu í gangi. Þetta voru mjög erfiðar kringumstæður en okkur tókst að komast í gegnum þær og vinna. Við getum verið stoltir af því,“ sagði Stones.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Sjá meira