Erlent

Ljón átu veiðiþjófa í Suður-Afríku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Mennirnir áttu aldrei séns eftir að þeir römbuðu fram á ljónin, að sögn eiganda garðsins.
Mennirnir áttu aldrei séns eftir að þeir römbuðu fram á ljónin, að sögn eiganda garðsins. Vísir/Getty
Minnsta kosti tveir menn grunaðir um að hafa verið veiðiþjófar fundust látnir í ljónagreni á verndarsvæði í Suður-Afríku. Talið er að mennirnir hafi verið étnir af ljónunum er þeir laumuðust inn á verndarsvæðið fyrr í vikunni. BBC greinir frá.

Landverðir fundu líkamsleifar mannanna tveggja og talið er mögulegt að líkamsleifar þriðja mannsins hafi einnig fundist í ljónagreninu.

Talið er að mennirnir hafi rambað á stóran hóp ljóna er þeir laumuðust inn í garðinn aðfaranótt mánudags.

„Við erum ekki alveg vissir um hvað þeir voru margir, það er ekki mikið eftir af þeim,“ sagði Nick Fox, eigandi verndarsvæðisins.

Í grennd við líkamsleifar mannanna fannst byssa ásamt ýmsum búnaði sem bendir til þess að mennirnir hafi ætlað sér að veiða nashyrninga en níu slík dýr hafa verið drepin af veiðiþjófum á verndarsvæðinu það sem af er ári.

Nashyrningarnir eru eftirsóttir þar sem horn þeirra eru talin vera ástarlyf í Asíu og hefur eftirspurn aukist undanfarin ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×