Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta. Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta.
Mest lesið „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira