Segir tillögurnar geta breytt internetinu til hins verra Hersir Aron Ólafsson skrifar 5. júlí 2018 20:30 Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Umdeildum breytingum á evrópskri höfundaréttarlöggjöf var frestað á Evrópuþinginu í dag. Málið verður tekið fyrir á ný í september, en fyrrum þingmaður Pírata segir frumvarpið til þess fallið að breyta internetinu til hins verra. Framkvæmdastjóri STEFs, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar, segir það hins vegar mikla réttarbót fyrir höfunda. Breytingunum er ætlað að tryggja aukinn rétt höfunda á netinu. Umdeildasta tillagan er líklega 13. greinin svokallaða, sem gerir efnisveitur á borð við Youtube, Facebook o.fl. ábyrgar fyrir höfundaréttarbrotum á síðum sínum – og leggur á þær auknar skyldur til að koma í veg fyrir slík brot. Tillögunum, sem var hafnað á Evrópuþinginu í dag og frestað til frekari meðferðar í september, hefur víða verið illa tekið. Þannig hefur verið bent á að efnisveiturnar geti ekki tryggt hlýðni við lögin án þess að koma á eins konar sjálfvirkum síum, sem sigta út efni sem gæti verið brotlegt.Segir tæknina geta leitt til ritskoðunar „Tæknin getur t.d. ekki vitað hvenær um er að ræða húmor eða aðrar undanþágur á höfundalögum. Það sem er í raun og veru hættan á er að það verði of mikil filtering á efninu, sem í raun og veru leiðir til ritskoðunar,“ segir Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og ráðgjafi hjá SPARC Europe, en hún hefur tekið virkan þátt í baráttu gegn breytingunum. Bent hefur verið á að ákvæðið gæti markað endalok fyrirbæra á borð við meme, vinsælt fyrirbrigði á netinu þar sem myndir eru teknar úr samhengi og einhvers konar gríntexti settur yfir – enda geti myndirnar verið háðar höfundarétti. Áhrifafólk á borð við stofnendur Wikipedia hafa barist af ákefð gegn breytingunum og segja þær ógna internetinu eins og við þekkjum það. Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs, telur hins vegar of mikið gert mögulegum neikvæðum áhrifum og segir tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð á dreifingu höfundaréttarvarins efnis.Tímabært að samfélagsmiðlar taki ábyrgð „Þeir hafa hingað til getað skýlt sér bak við ákvæði Evrópulaga um ábyrgðarleysi milliliða, en það ákvæði var upphaflega hugsað fyrir eins og fjarskiptafyrirtæki eða aðra sem hleypa efni í gegn hjá sér, en ekki aðila eins og Facebook og Youtube og þessa stóru aðila sem græða á því að dreifa höfundaréttarvörðu efni,“ segir Guðrún Björk. Þannig sé þessum aðilum nú gert að gera samninga við höfunda sem tryggja þeim endurgjald fyrir efni sitt. „Sem dæmi er Facebook ekki með samning við STEF og íslenskir höfundar fá ekkert greitt fyrir sína tónlist sem dreift er gegnum Facebook í dag,“ bendir Guðrún Björk á. Ekki liggur fyrir hver örlög málsins verða, en Evrópuþingmenn hafa nú færi á að endurskoða tillögurnar og heildartillögur verða svo teknar fyrir í september. Ásta Guðrún segir alltént ljóst að núverandi tillögur stríði gegn markmiðinu með internetinu yfirleitt. „Að krefja þá um að hafa leyfi gagnvart öllu höfundaréttarvörðu efni sem gæti mögulega verið sett upp, þá erum við komin með rosalega lokað kerfi í staðinn fyrir að reyna að opna kerfin okkar,“ segir Ásta.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira