Svíarnir um Englendingana: Þeir bera enga virðingu fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. júlí 2018 10:30 Englendingarnir Dele Alli og Harry Kane ásamt Svíunum Emil Forsberg og Viktor Claesson. Vísir/Getty Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Sænska landsliðið stendur í veg fyrir því að Englendingar komist í undanúrslitin á HM í fótbolta í Rússlandi en liðin mætast í átta liða úrslitum keppninnar á morgun. Það er stytra síðan að sænska landsliðið spilaði í undanúrslitum HM en því náðu þeir á HM í Bandaríkjunum 1994. Enska landsliðið komst síðast í undanúrslitin á HM á Ítalíu sumarið 1990. Peter Wettergren, aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, tjáði sig um virðingarleysi ensku landsliðsmannanna fyrir sænska landsliðinu en Svíar eru komnir mun lengra en flestir bjuggust við. Svíar tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum HM með 1-0 sigri á Sviss og þeir unnu lika sinn riðil sem var líka með Þýskaland, Mexíkó og Suður-Kóreu. Sænska liðið hefur aðeins fengið tvö mörk á sig í allri keppnini og það voru einmitt einu mörkin sem heimsmeistarar Þjóðverjar skoruðu á HM í ár. Sænska liðið hefur haldið hreinu í hinum þremur leikjum sínum. „Þeir bera enga virðingu fyrir okkur. Fólk býst heldur ekki við því að við vinnum þennan leik og öll pressan er á enska liðinu,“ sagði Peter Wettergren við Sky Sports. Sebastian Larsson þekkir líka vel til enska fótboltans. „Það búast allir við því í Englandi að þeir fari áfram og það yrðu gríðarlega mikil vonbrigði fyrir þá ef þeir myndu ekki vinna Svíþjóð,“ sagði Sebastian Larsson."If they weren't to go through and beat Sweden that would be a massive disappointment to say the least, so that's something the English players have to deal with." Full story: https://t.co/PSLZQVcC8Spic.twitter.com/OOv5pqfGyO — Sky Sports World Cup (@SkyFootball) July 5, 2018 Martin Olsson, leikmaður Swansea, segir að sænska liðið þurfi ekkert að óttast í þessum leik. „Við erum með ungt og jákvætt lið, við erum með góðan þjálfara og við erum spila með miklu sjálfstrausti. Við erum bara fyrst og fremst ánægðir að vera hérna og við erum ánægðir fyrir hönd stuðningsmanna okkar,“ sagði Martin Olsson. Leikur Englands og Svíþjóðar fer fram á morgun og hefst klukkan 14.00 að íslenskum tíma.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira