Fótbolti

Reiknirit Goldman Sachs spáir úrslitaleik á milli Brasilíu og Króatíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar og Roberto Firmino á ferðinni í vináttuleik Brassa og Króata skömmu fyrir HM þar sem þeir voru báðir á skotskónum.
Neymar og Roberto Firmino á ferðinni í vináttuleik Brassa og Króata skömmu fyrir HM þar sem þeir voru báðir á skotskónum. Vísir/Getty
Fjárfestingafyrirtækið heimsþekkta Goldman Sachs hefur nú birt sína líkindaspá fyrir átta liða úrslitin og restina af HM í fótbolta í Rússlandi. Átta liða úrslit heimsmeistaramótsins hefjast í dag.

Goldman Sachs fékk gervigreind til að útbúa reiknirit þar sem teknar voru inn allskyns upplýsingar um gengi og styrkleika liðanna átta sem eru eftir í keppninni.

Goldman Sachs birti síðan reikniritið sitt í dag og það má sjá hér fyrir neðan.





Reiknirit Goldman Sachs spáir því að Brasilía, Frakkland, Króatía og England fari áfram í undanúrslitin en Úrúgvæ, Belgía, Rússland og Svíþjóð falli úr keppni.

Brasilía vinnur svo Frakkland í öðrum undanúrslitaleiknum en í hinum vinnur Króatía sigur á Englandi.

Brasilíumenn verða svo heimsmeistarar eftir sigur á Króatíu í úrslitaleiknum.

Frakkland og Belgía eiga samt tölfræðilega meiri möguleika á því að vinna HM en Króatar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×