Sendiherrar sameinast í ást og friði Ingólfstorgi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:30 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira