Fótbolti

Martinez: Aldrei tapað leik á taktíska teikniborðinu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Martinez fagnaði vel og innilega í kvöld
Martinez fagnaði vel og innilega í kvöld víris/getty
Roberto Martinez stýrði belgíska landsliðinu til sigurs gegn Brasilíu í átta liða úrslitum á HM í Rússlandi. Martinez segir taktískt upplag sitt eiga stóran átt í sigrinum.

„Strákarnir náðu því. Þeir sýndu gríðarlegt hjarta í þessum leik. Við vitum að Brasilíumenn spila vel og þeir ná að brjóta lið niður en við samþykktum það ekki,“ sagði Martinez eftir leikinn.

„Þetta er sérstakt augnablik og strákarnir eiga skilið að verða sérstakar manneskjur heima í Belgíu.“

„Ég hef aldrei tapað leik á taktíska teikniborðinu. Það er framkvæmdin sem skiptir máli og hún var stórbrotin. Leikmennirnir verða að vera hugrakkir til þess að breyta skipulaginu og við höfðum aðeins tvo daga til þess að gera það en viljinn var til staðar.“

Belgar mæta Frökkum í undanúrslitunum í næstu vikur.

„Við megum ekki bregðast fólkinu heima. Við unnum Brasilíu og munum eiga af því frábærar minningar, en nú þarf að setja hana til hliðar og einbeita okkur að undanúrslitunum,“ sagði Roberto Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×