Innlent

Hlutdeild íslensku flugfélaganna óbreytt

Bergþór Másson skrifar
Keflavíkurflugvöllur.
Keflavíkurflugvöllur. vísir/ernir

Icelandair og WOW Air stóðu saman fyrir 77% allra áætlunarferða til og frá Keflavíkurflugvelli í júní í fyrra og gera það enn. Hinsvegar hefur vægi Icelandair minnkað og vægi WOW Air aukist. Túristi greinir frá þessu.

Í júní í fyrra stóð Icelandair fyrir 52% brottfara frá Keflavíkurflugvelli en í ár lækkaði það niður í 45%. WOW Air hækkaði hlutdeild sína úr 25% upp í 32%.

25 flugfélög buðu upp á áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í júní. Stærsta erlenda flugfélagið er Wizz Air, sem stendur fyrir 3,8% af ferðum frá Leifsstöð.

Á vefsíðu Túrista má sjá nánari upplýsingar um umsvif flugfélaga á Keflavíkurflugvelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.