Viðskipti innlent

Icelandair fær alþjóðlega ráðgjafa við hótelsölu

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Icelandair Group hefur ráðið Íslandsbanka og HVS Hodges Ward Elliott til þess að veita ráðgjöf í söluferli Icelandair Hotels og þeirra fasteigna sem til­heyra hótel­rekstri sam­stæðunnar.

HVS Hodges Ward Elliott er ráðgjafarfyrirtæki sem er með aðsetur í Lundúnum og sérhæfir sig í hóteliðnaðinum. Það hefur víðtæka reynslu af sölu hótela og hótelkeðja um alla Evrópu.

Greint var frá áformum Icelandair Group um miðjan maí en þau miða að því að selja meirihluta í Icelandair Hotels. Pétur Þ. Óskarsson, yfirmaður samskiptasviðs Icelandair Group, segir í samtali við Markaðinn að gætt hafi mikils áhuga bæði íslenskra og erlendra fyrirtækja á að taka að sér verkið. Mörg fyrirtæki hafi því komið til greina í ráðningarferlinu.

„Næsta skref er að safna upplýsingum og útbúa nauðsynleg sölugögn til þess að unnt sé að hefja formlegt söluferli,“ segir Pétur. 


Tengdar fréttir

Icelandair hefur söluferli á hótelrekstri

Samhliða ákvörðun um að setja Icelandair Hotels í söluferli hefur verið ákveðið að Iceland Travel og VITA verði hluti af kjarnastarfsemi Icelandair Group.

Sterkari króna þyngir róður íslenskra hótela

Rekstrarskilyrði hótela á Íslandi í vor hafa ekki verið þyngri í fimm ár. Staðan erfiðust hjá hótelum á landsbyggðinni. Fyrirtækin sækjast eftir hagræðingu í rekstri með sameiningu. Ný skýrsla sýnir meiri framlegð hjá stærri fyrirtækjum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×