„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2018 18:45 Líkt og sjá má er skriðan afar umfangsmikil Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna. Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna.
Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37