Fótbolti

Vida fer ekki í bann vegna pólitískra skilaboða

Einar Sigurvinsson skrifar
Domagoj Vida í leik með Króatíu.
Domagoj Vida í leik með Króatíu. vísir/getty
Króatíski varnarmaðurinn, Domagoj Vida, fær ekki fyrir leikbann vegna stuðningsyfirlýsingar sinnar til Úkraínu. Aganefnd FIFA hefur komist að þeirri niðurstöðu að gefa Vida aðeins aðvörun vegna málsins.

Eftir að Króatíu hafði slegið Rússland úr leik í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í gærkvöldi birtist myndband af Vida þar sem hann kallar meðal annars „lifi Úkraína“.

Aganefnd FIFA tók málið til skoðunar og átti Vida á hættu að missa af undanúrslitaleiknum gegn Englandi vegna myndbandsins, en pólitískar yfirlýsingar er óheimilar samkvæmt agalögum FIFA.

Króatía og England mætast í undanúrslitum heimsmeistaramótsins á miðvikudaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×