Fótbolti

Luis Enrique staðfestur sem næsti þjálfari spænska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Enrique var sigursæll sem þjálfari Barcelona.
Luis Enrique var sigursæll sem þjálfari Barcelona. Vísir/Getty
Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona og fyrrum landsliðsmaður Spánar, verður næsti þjálfari spænska landsliðsins. Þessar fréttir koma ekki mikið á óvart en hann hefur verið sterklega orðaður við starfið síðustu daga.

Spænska knattspyrnusambandið staðfesti þetta á twitter-síðu sinni í hádeginu eins og sjá má hér fyrir neðan.

Fyrsti leikur spænska landsliðsins undir hans stjórn verður á móti Englandi í Þjóðardeildinni í september.





Luis Enrique er 48 ára gamall og þjálfaði síðast lið Barcelona frá 2014 til 2017. Hann hefur einnig stýrt liðum Roma og Celta Vigo.

Lið Barcelona vann 138 af 181 leik undir hans stjórn og tapaði aðeins 21. Liðið vann þrennuna keppnistímabilið 2014-15 sem var hans fyrsta með liðið og alls níu titla á þremur tímabilum hans með liðið.

Luis Enrique spilaði á sínum tíma 62 landsleiki fyrir Spán og skoraði í þeim 12 mörk. Landsliðsferli hans lauk á HM í Japan og Suður-Kóreu árið 2002.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×