Fótbolti

Real tekur ákvörðun um Ronaldo á næstu tveimur dögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ronaldo í leik með Portúgal á HM en þeir eru úr leik .
Ronaldo í leik með Portúgal á HM en þeir eru úr leik . vísir/getty
Cristiano Ronaldo færist nær flutningum til Ítalíu en Real Madrid og Juventus eru við það að komast að samkomulagi um sölu á leikmanninum samkvæmt heimildum Sky Sports.

Samkvæmt Sky er von á stórum fréttum í máli Ronaldo á næstu 48 klukkustundum. Forráðamenn Real munu þá gefa út ákvörðun sína, hvort selja eigi Ronaldo eða ekki.

Ronaldo er markahæsti leikmaður Real frá upphafi með 450 mörk fyrir félagið á níu árum. Hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum, Spánarmeistaratitilinn tvisvar og spænsku bikarkeppnina tvisvar.

Umboðsmaður Ronaldo, Jorge Mendes, hefur átt í samningaviðræðum við bæði félög.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×