Fótbolti

Ronaldo vill yfirgefa Real og fara til Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo er hann og félagar hans í Real fögnuðu þriðja Meistaradeildartitlinum í röð.
Ronaldo er hann og félagar hans í Real fögnuðu þriðja Meistaradeildartitlinum í röð. vísir/getty
Besti fótboltamaður í heimi, Cristiano Ronaldo, hefur sagt við Real að hann vilji yfirgefa félagið og ganga í raðir Juventus.

Knattspyrnusérfræðingurinn Guillem Balague, hjá Sky Sports, hefur þetta samkvæmt heimildum sínum en eins og Vísir greindi frá í gær íhugar Real nú tilboð Ítalíumeistarana.

Balague segir að Ronaldo hafi áhuga að yfirgefa Real eftir að hafa verið á Spáni í níu ár og segir hann frá fundi í gærkvöldi.

„Það var fundur í gær þar sem umboðsmenn Ronaldo og Real Madrid hittust. Þar fékk félagið að heyra að hann vildi fara. Það er það eina sem hann vill gera,” sagði Ballague.

„Real sagði að það væri allt í lagi og þeir myndu láta hann fara ef það kæmi tilboð upp á hundrað milljónir evra. Þar stöndum við núna.”

„Juventus sagði við Mendes, umboðsmann Ronaldo, að þeir munu bjóða það í kappann og gefa honum samning upp á 30 milljónir evra. Þeir eru meira en tilbúnir í að gefa honum fjögurra ára samning.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×