Erlent

Trump segir Sádí Arabíu ætla að auka olíuframleiðslu

Bergþór Másson skrifar
Trump hittir krónprins Sádí Arabíu í Hvítahúsinu mars síðastliðinn.
Trump hittir krónprins Sádí Arabíu í Hvítahúsinu mars síðastliðinn.
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir frá því á Twitter í dag að hann hafi beðið Salman, konung Sádi Árabíu, um að auka olíuframleiðslu ríki síns. Samkvæmt Trump þá samþykkti Salman beiðnina.

Ástæða beiðnar Trump segir hann vera glundroða og vanhæfni í Íran og Venesúela.

Trump biður Sádí Arabíu í Twitter-færslu sinni um að auka olíuframleiðslu um tvær milljónir tunna, en nefnir þó ekki tímamörk umræddar framleiðslu.

AP fréttastofan segir frá því að Sádí Arabía framleiði um það bil 10 milljónir tunna af olíu daglega.

Til þess að setja framleiðsluna í samhengi, samsvarar ein tunna af olíu um það bil 158 lítrum.


Tengdar fréttir

Tímabil frjálslyndis líður undir lok með dómaraskipan Trumps

Skipan dómara við hæstarétt Bandaríkjanna getur haft mótandi áhrif á samfélagið allt næstu áratugi. Í þessari fréttaskýringu er farið yfir sögulega þýðingu hæstaréttar og hvernig sveiflur í hugmyndafræði dómara fyrr á árum hafa enn djúpstæð áhrif í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×